Fleiri fréttir

„Ég vil ekki vera hrædd á Íslandi“

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad er hálfur Íslendingur og hálfur Egypti. Hún segist margoft hafa lent í uppákomum hér á landi vegna útlits síns og nafns.

Umbrot í Jökulsá á Fjöllum

Mikil umbrot eru nú í Jökulsá á Fjöllum og í gær var þar orðin stærsta krapastífla frá því í desember árið 2010. Lítilsháttar vatn var þá farið að renna yfir þjóðveginn, vestan við brúnna, án þess að vegurinn lokaðist, en ekki er vitað hvort rennslið hefur aukist í nótt.

Innflytjendur hræddir við að kæra hatursáróður

Marina de Quintanilha e Mendonça segir innflytjendur óttast um atvinnu sína og stöðu í samfélaginu láti þeir á sér bera vegna hatursáróðurs eða fordóma sem þeir verða fyrir. Hún hvetur þá hins vegar til þess að tilkynna um allt slíkt.

Vilja verndun lands

Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands.

Mannréttindamál að ríkið greiði lyf fíkla

Ævilöng viðhaldsmeðferð SÁÁ við ópíumfíkn nær til um 100 einstaklinga. Ríkið tekur nú í fyrsta sinn þátt í kostnaði við meðferðina sem SÁÁ hefur greitt með söfnunarfé í fimmtán ár. Í grunninn mannréttindamál, segir yfirlæknir á Vogi.

Rannsóknir á sauðfé bættu skilning á HIV

Vísindauppgötvanir á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar tengdar sjúkdómum í sauðfé reyndust síðar mikilvægar fyrir skilning á alnæmisveirunni. Vísindaheiti undirflokks í veirufræði dregur nafn sitt af þeim kenningum sem hér voru settar fram.

Nemendum hefur verið hótað og ógnað

Hópur ungmenna hefur gert nemendum við Hagaskóla lífið leitt með ógnunum og hótunum. Til ryskinga kom í gær milli foreldris og eins úr hópnum. Lögregla segir málið vera til rannsóknar og verið sé að leita lausna á vandanum.

Mikill fjöldi árekstra á Reykjanesbraut

Reykjanesbraut er lokuð við Vífilsstaðaveg í akstursátt suður en gríðarleg hálka er á svæðinu og mikill fjöldi árekstra hafa átt sér stað.

Vaðlaugin tæmd og skýringa leitað

Vaðlaugin í Sundlaug Akureyrar var í dag tæmd eftir að ábending barst um að tveggja ára barn hefði hlotið slæm sár á fæti eftir ferð í laugina.

Sjá næstu 50 fréttir