Mannréttindamál að ríkið greiði lyf fíkla Svavar Hávarðsson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Heróín kom aldrei hingað en meðferðin nýtist þeim sem hafa misnotað t.d. sterk verkjalyf sem innihalda ópíum. nordicphotos/gettyimages „Við erum oft að leita til stjórnvalda með svona sanngirnismál. Stundum finnst stjórnmálamönnum þetta vera kvabb, en þetta er mannréttindamál og dauðans alvara því það sýnir hversu mikla fordóma við höfum,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Ríkið hóf um áramótin að greiða fyrir sérstaka lyfjameðferð við ópíumfíkn á Vogi. Um ævilanga viðhaldsmeðferð er að ræða sem SÁÁ tók upp árið 1999 og hefur greitt fyrir með sjálfsaflafé hingað til. Greiðslur ríkisins ná til 90 einstaklinga á hverjum tíma sem eru veikustu skjólstæðingar SÁÁ. Í sjúklingahópnum eru um 100 einstaklingar, og svo hefur verið um nokkurn tíma.Þórarinn TyrfingssonSpurður um kostnaðarþátttöku ríkisins, sem lá fyrir með samningi SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um áramótin, segir Þórarinn það eiga sér sögulegar skýringar að hún kemur til fyrst nú. Þegar fyrsti þjónustusamningur SÁÁ við ríkið var gerður á sínum tíma var þessi meðferð rétt að komast á fæturna og var þar ekki inni. Þá hafa undanfarin ár einkennst af fjárskorti til heilbrigðiskerfisins og kostnaðarþátttaka í þessu verkefni ekki verið inni í myndinni. „En svo er það sjónarmið að spyrja af hverju þessir sjúklingar hafa ekki notið sömu réttinda og aðrir sjúklingar sem berjast við lífshættulega sjúkdóma, og þeirra lyf eru strax komin inn í sjúkratryggingar. Þessi lyf eru fyrsta bjargræði þeirra og réttlæta meðferðina algjörlega – enda bjargar hún lífi,“ segir Þórarinn. En hvað rak SÁÁ til að hefja þessa meðferð við ópíumfíkn árið 1999 – að aðstoða fólk við að hætta að sprauta sig í æð og fá í staðinn buprenorphin sem er viðurkennt lyf við fíkninni. Þórarinn segir einfaldlega að um veikustu skjólstæðinga SÁÁ sé að ræða, en fjölmargt ungt fólk lést hérlendis vegna notkunar sterkra ópíumefna – mest sterkra verkjalyfja. Svíar sýndu fram á með rannsóknum að þeirra fólk féll frá umvörpum meðan beðið var eftir þessari meðferð. Þetta fólk lifir ekki aðeins með sínum sjúkdómi heldur verður félagslega virkt og tekur þátt í fjölskylduskyldum sínum og uppeldi barna sinna. Margir fara út á vinnumarkaðinn og ná fullri getu,“ segir Þórarinn. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Við erum oft að leita til stjórnvalda með svona sanngirnismál. Stundum finnst stjórnmálamönnum þetta vera kvabb, en þetta er mannréttindamál og dauðans alvara því það sýnir hversu mikla fordóma við höfum,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Ríkið hóf um áramótin að greiða fyrir sérstaka lyfjameðferð við ópíumfíkn á Vogi. Um ævilanga viðhaldsmeðferð er að ræða sem SÁÁ tók upp árið 1999 og hefur greitt fyrir með sjálfsaflafé hingað til. Greiðslur ríkisins ná til 90 einstaklinga á hverjum tíma sem eru veikustu skjólstæðingar SÁÁ. Í sjúklingahópnum eru um 100 einstaklingar, og svo hefur verið um nokkurn tíma.Þórarinn TyrfingssonSpurður um kostnaðarþátttöku ríkisins, sem lá fyrir með samningi SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um áramótin, segir Þórarinn það eiga sér sögulegar skýringar að hún kemur til fyrst nú. Þegar fyrsti þjónustusamningur SÁÁ við ríkið var gerður á sínum tíma var þessi meðferð rétt að komast á fæturna og var þar ekki inni. Þá hafa undanfarin ár einkennst af fjárskorti til heilbrigðiskerfisins og kostnaðarþátttaka í þessu verkefni ekki verið inni í myndinni. „En svo er það sjónarmið að spyrja af hverju þessir sjúklingar hafa ekki notið sömu réttinda og aðrir sjúklingar sem berjast við lífshættulega sjúkdóma, og þeirra lyf eru strax komin inn í sjúkratryggingar. Þessi lyf eru fyrsta bjargræði þeirra og réttlæta meðferðina algjörlega – enda bjargar hún lífi,“ segir Þórarinn. En hvað rak SÁÁ til að hefja þessa meðferð við ópíumfíkn árið 1999 – að aðstoða fólk við að hætta að sprauta sig í æð og fá í staðinn buprenorphin sem er viðurkennt lyf við fíkninni. Þórarinn segir einfaldlega að um veikustu skjólstæðinga SÁÁ sé að ræða, en fjölmargt ungt fólk lést hérlendis vegna notkunar sterkra ópíumefna – mest sterkra verkjalyfja. Svíar sýndu fram á með rannsóknum að þeirra fólk féll frá umvörpum meðan beðið var eftir þessari meðferð. Þetta fólk lifir ekki aðeins með sínum sjúkdómi heldur verður félagslega virkt og tekur þátt í fjölskylduskyldum sínum og uppeldi barna sinna. Margir fara út á vinnumarkaðinn og ná fullri getu,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira