Fleiri fréttir

Búið að opna Bröttu­brekku

Búið er að opna fyrir umferð um Bröttubrekku en ófært var þar um í morgun. Þar er aftur á móti Þæfingsfærð.

Vilja stofna hamfarasjóð

Minnihluti fjárlaganefndar telur að í ljósi eldsumbrota í Holuhrauni þurfi að stofna hamfarasjóð. Hann sjái um þá þætti sem aðrir sjóðir, eins og ofanflóðasjóður, Bjargráðasjóður og Viðlagatrygging sjái ekki um. Til dæmis afleiðingar flóða af völdum eldgosa.

Uggandi yfir atvinnuástandi á Flateyri

Smábátasjómenn á Flateyri hafa sent Byggðastofnun bréf þar sem þeir óska eftir samstarfi um úthlutun sérstaks byggðakvóta til vinnslu í byggðarlaginu. Formaður íbúasamtakanna á Flateyri vonast eftir breiðri samstöðu um veiðar og vinnslu, Flateyri til heilla.

Einn í þorskmoki við Rússland

Togari HB Granda, Þerney RE, er á stími á heimamið eftir ágæta veiðiferð innan rússnesku lögsögunnar í Barentshafi. Þar fengust alls um 655 tonn af fiski upp úr sjó á rúmlega tveimur vikum, eða nærri 50 tonn á sólarhring.

Ófært um Bröttubrekku

Ófært er um Bröttubrekku, snjóþekja á Holtavörðuheið og annars hálka víða á Vesturlandi.

Tók þyrluna þrjá tíma að ná í veikan mann á sjó

Skipverji á sjó fékk hjartaáfall og fór í hjartastopp. Þyrla Landhelgisgæslunnar var stödd við gosstöðvarnar og tók það þrjá tíma að ná í manninn. Skipstjórinn segir óásættanlegt að farið sé í slík verkefni á björgunarþyrlu.

Ráðgjafinn verði hjá Fangelsismálastofnun

Forstjóri Fangelsismálastofnunar vill að námsráðgjafi starfi hjá stofnuninni og sinni öllum sex fangelsunum á landinu. Tryggja þarf fjármagn fyrir þjónustunni.

Nýrnaþegi í innlögn á baðherberginu

Nýrnaþegi í einangrun var lagður inn á baðherbergi á deild 13 E. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir segir svívirðilegt að öryggi sjúklinga sé ekki tryggt.

Sauðfé beitt á illa farin landsvæði

Þrátt fyrir að allt að 40% lands séu illa farin vegna jarðvegseyðingar eru engar takmarkanir á sauðfjárbeit. Mjög er horft til sjálfbærrar nýtingar við lagasetningu um landgræðslu. Lengi hefur sú viðleitni þó brotnað á ólíku hagsmunamati bænda og annarra

Reynir hæstánægður með þrennu í Hæstarétti

Er þó uggandi yfir fyrirætlunum núverandi eigenda DV um að láta núverandi og fyrrverandi blaðamenn og ritstjóra DV standa straum af málskostnaði tapi þeir meiðyrðamálum í framtíðinni.

Augljóst lögbrot í jeppakynningu

Nýtt erlent kynningarmyndband sem tekið er á Reykjanesi fyrir nýjan Land Rover jeppa sýnir hvernig kostir bílsins utanvegar eru sérstaklega kynntir - en staðurinn er friðslýst landsvæði. Umhverfisstofnun segir málið alvarlegt og klárt lögbrot.

Ekki hægt að rýma deildir til að þrífa þær

Sjúkrastofur á Landspítalanum eru yfirfullar og ekki er hægt að rýma deildir til að þrífa þær þegar skæðir smitsjúkdómar koma upp. Tæpum þremur vikum eftir að mósa-smit kom upp á bráðalegudeild, hefur ekki enn tekist að klára viðeigandi þrif.

Sjá næstu 50 fréttir