Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2014 22:48 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Engin varanleg úrræði bíða mannsins þá þar sem „hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi.“ Geðhjálp segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hætt sé því að þjónusta við þá „falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.“ Geðhjálp skora því á stjórnvöld og sveitarfélög í landinu að „tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.“ Tilkynningu Geðhjálpar má sjá í heild hér að neðan:Geðhjálp vekur athygli á því að engin varanleg úrræði bíða alvarlega geðfatlaðs fanga á Litla-Hrauni að lokinni þriggja ára afplánun í fangelsinu í lok desember. Fanginn fékk ekki reynslulausn vegna skorts á viðeigandi úrræði á síðasta ári. Hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi. Vandi mannsins endurspeglar úrræðaleysi samfélagsins gagnvart alvarlega, andlega veikum föngum, brotalamir í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hættuna á því að þjónusta við fólk með geðrænan vanda falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.Geðhjálp og Evrópunefnd um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða svokölluð CPT-nefnd (European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment) hafa ítrekað bent á að föngum sé ekki veitt lögbundin geðheilbrigðisþjónusta hér á landi.Geðhjálp hefur bent á að fangar á Litla-Hrauni hafi ekki aðgang að geðlækni og þurfi að bíða í tvær til þrjár vikur eftir viðtali við sálfræðing. Tveimur sálfræðingum á vegum Fangelsismálastofnunar er ætlað að sinna 160 föngum og öllum föngum á reynslulausn. Með hliðsjón af því að á bilinu 50 til 75% fanga í fyrri hópnum eiga við geðrænan vanda að stríða er ljóst að naumur tími gefst til að sinna hverjum og einum.Í drögum að skýrslu umboðsmanns Alþingis um heimsókn á Litla-Hraun frá 30. september 2013 kemur fram að fangar með alvarlegan geðvanda eigi lögum samkvæmt rétt á að afplána hluta eða allan dóm sinn á heilbrigðisstofnun. Engu að síður hefur fangelsismálastofnun rekið sig á að viðeigandi heilbrigðisstofnanir hafi verið tregar til að taka við alvarlega, andlega veikum föngum. Af því leiðir að oft hafa fjórir til fimm og allt upp í sjö alvarlega veikir fangar dvalist á Litla-Hrauni hverju sinni.Ofangreindur fangi lýkur refsivist sinni eftir eftir örfáar vikur. Hann þjáist af alvarlegum, flóknum geðvanda og líkamlegum sjúkdómi hafa veikindi hans ágerst í refsivistinni. Ekki hefur verið unnt að búa að honum með viðunandi hætti í fangelsinu og ljóst er að hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa nýtt tímann til að búa honum viðeigandi úrræði úti í samfélaginu að lokinni afplánun.Geðhjálp skorar á velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra að tryggja alvarlega veikum föngum úrræði við hæfi og föngum í landinu geðheilbrigðisþjónustu eins og lög kveða á um. Með sama hætti er skorað á sveitarfélögin í landinu að tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.Annað er ekki sæmandi íslensku velferðarsamfélagi. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Engin varanleg úrræði bíða mannsins þá þar sem „hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi.“ Geðhjálp segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hætt sé því að þjónusta við þá „falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.“ Geðhjálp skora því á stjórnvöld og sveitarfélög í landinu að „tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.“ Tilkynningu Geðhjálpar má sjá í heild hér að neðan:Geðhjálp vekur athygli á því að engin varanleg úrræði bíða alvarlega geðfatlaðs fanga á Litla-Hrauni að lokinni þriggja ára afplánun í fangelsinu í lok desember. Fanginn fékk ekki reynslulausn vegna skorts á viðeigandi úrræði á síðasta ári. Hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi. Vandi mannsins endurspeglar úrræðaleysi samfélagsins gagnvart alvarlega, andlega veikum föngum, brotalamir í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hættuna á því að þjónusta við fólk með geðrænan vanda falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.Geðhjálp og Evrópunefnd um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða svokölluð CPT-nefnd (European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment) hafa ítrekað bent á að föngum sé ekki veitt lögbundin geðheilbrigðisþjónusta hér á landi.Geðhjálp hefur bent á að fangar á Litla-Hrauni hafi ekki aðgang að geðlækni og þurfi að bíða í tvær til þrjár vikur eftir viðtali við sálfræðing. Tveimur sálfræðingum á vegum Fangelsismálastofnunar er ætlað að sinna 160 föngum og öllum föngum á reynslulausn. Með hliðsjón af því að á bilinu 50 til 75% fanga í fyrri hópnum eiga við geðrænan vanda að stríða er ljóst að naumur tími gefst til að sinna hverjum og einum.Í drögum að skýrslu umboðsmanns Alþingis um heimsókn á Litla-Hraun frá 30. september 2013 kemur fram að fangar með alvarlegan geðvanda eigi lögum samkvæmt rétt á að afplána hluta eða allan dóm sinn á heilbrigðisstofnun. Engu að síður hefur fangelsismálastofnun rekið sig á að viðeigandi heilbrigðisstofnanir hafi verið tregar til að taka við alvarlega, andlega veikum föngum. Af því leiðir að oft hafa fjórir til fimm og allt upp í sjö alvarlega veikir fangar dvalist á Litla-Hrauni hverju sinni.Ofangreindur fangi lýkur refsivist sinni eftir eftir örfáar vikur. Hann þjáist af alvarlegum, flóknum geðvanda og líkamlegum sjúkdómi hafa veikindi hans ágerst í refsivistinni. Ekki hefur verið unnt að búa að honum með viðunandi hætti í fangelsinu og ljóst er að hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa nýtt tímann til að búa honum viðeigandi úrræði úti í samfélaginu að lokinni afplánun.Geðhjálp skorar á velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra að tryggja alvarlega veikum föngum úrræði við hæfi og föngum í landinu geðheilbrigðisþjónustu eins og lög kveða á um. Með sama hætti er skorað á sveitarfélögin í landinu að tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.Annað er ekki sæmandi íslensku velferðarsamfélagi.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira