Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2014 22:48 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Engin varanleg úrræði bíða mannsins þá þar sem „hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi.“ Geðhjálp segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hætt sé því að þjónusta við þá „falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.“ Geðhjálp skora því á stjórnvöld og sveitarfélög í landinu að „tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.“ Tilkynningu Geðhjálpar má sjá í heild hér að neðan:Geðhjálp vekur athygli á því að engin varanleg úrræði bíða alvarlega geðfatlaðs fanga á Litla-Hrauni að lokinni þriggja ára afplánun í fangelsinu í lok desember. Fanginn fékk ekki reynslulausn vegna skorts á viðeigandi úrræði á síðasta ári. Hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi. Vandi mannsins endurspeglar úrræðaleysi samfélagsins gagnvart alvarlega, andlega veikum föngum, brotalamir í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hættuna á því að þjónusta við fólk með geðrænan vanda falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.Geðhjálp og Evrópunefnd um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða svokölluð CPT-nefnd (European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment) hafa ítrekað bent á að föngum sé ekki veitt lögbundin geðheilbrigðisþjónusta hér á landi.Geðhjálp hefur bent á að fangar á Litla-Hrauni hafi ekki aðgang að geðlækni og þurfi að bíða í tvær til þrjár vikur eftir viðtali við sálfræðing. Tveimur sálfræðingum á vegum Fangelsismálastofnunar er ætlað að sinna 160 föngum og öllum föngum á reynslulausn. Með hliðsjón af því að á bilinu 50 til 75% fanga í fyrri hópnum eiga við geðrænan vanda að stríða er ljóst að naumur tími gefst til að sinna hverjum og einum.Í drögum að skýrslu umboðsmanns Alþingis um heimsókn á Litla-Hraun frá 30. september 2013 kemur fram að fangar með alvarlegan geðvanda eigi lögum samkvæmt rétt á að afplána hluta eða allan dóm sinn á heilbrigðisstofnun. Engu að síður hefur fangelsismálastofnun rekið sig á að viðeigandi heilbrigðisstofnanir hafi verið tregar til að taka við alvarlega, andlega veikum föngum. Af því leiðir að oft hafa fjórir til fimm og allt upp í sjö alvarlega veikir fangar dvalist á Litla-Hrauni hverju sinni.Ofangreindur fangi lýkur refsivist sinni eftir eftir örfáar vikur. Hann þjáist af alvarlegum, flóknum geðvanda og líkamlegum sjúkdómi hafa veikindi hans ágerst í refsivistinni. Ekki hefur verið unnt að búa að honum með viðunandi hætti í fangelsinu og ljóst er að hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa nýtt tímann til að búa honum viðeigandi úrræði úti í samfélaginu að lokinni afplánun.Geðhjálp skorar á velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra að tryggja alvarlega veikum föngum úrræði við hæfi og föngum í landinu geðheilbrigðisþjónustu eins og lög kveða á um. Með sama hætti er skorað á sveitarfélögin í landinu að tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.Annað er ekki sæmandi íslensku velferðarsamfélagi. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Engin varanleg úrræði bíða mannsins þá þar sem „hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi.“ Geðhjálp segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hætt sé því að þjónusta við þá „falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.“ Geðhjálp skora því á stjórnvöld og sveitarfélög í landinu að „tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.“ Tilkynningu Geðhjálpar má sjá í heild hér að neðan:Geðhjálp vekur athygli á því að engin varanleg úrræði bíða alvarlega geðfatlaðs fanga á Litla-Hrauni að lokinni þriggja ára afplánun í fangelsinu í lok desember. Fanginn fékk ekki reynslulausn vegna skorts á viðeigandi úrræði á síðasta ári. Hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi. Vandi mannsins endurspeglar úrræðaleysi samfélagsins gagnvart alvarlega, andlega veikum föngum, brotalamir í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hættuna á því að þjónusta við fólk með geðrænan vanda falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.Geðhjálp og Evrópunefnd um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða svokölluð CPT-nefnd (European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment) hafa ítrekað bent á að föngum sé ekki veitt lögbundin geðheilbrigðisþjónusta hér á landi.Geðhjálp hefur bent á að fangar á Litla-Hrauni hafi ekki aðgang að geðlækni og þurfi að bíða í tvær til þrjár vikur eftir viðtali við sálfræðing. Tveimur sálfræðingum á vegum Fangelsismálastofnunar er ætlað að sinna 160 föngum og öllum föngum á reynslulausn. Með hliðsjón af því að á bilinu 50 til 75% fanga í fyrri hópnum eiga við geðrænan vanda að stríða er ljóst að naumur tími gefst til að sinna hverjum og einum.Í drögum að skýrslu umboðsmanns Alþingis um heimsókn á Litla-Hraun frá 30. september 2013 kemur fram að fangar með alvarlegan geðvanda eigi lögum samkvæmt rétt á að afplána hluta eða allan dóm sinn á heilbrigðisstofnun. Engu að síður hefur fangelsismálastofnun rekið sig á að viðeigandi heilbrigðisstofnanir hafi verið tregar til að taka við alvarlega, andlega veikum föngum. Af því leiðir að oft hafa fjórir til fimm og allt upp í sjö alvarlega veikir fangar dvalist á Litla-Hrauni hverju sinni.Ofangreindur fangi lýkur refsivist sinni eftir eftir örfáar vikur. Hann þjáist af alvarlegum, flóknum geðvanda og líkamlegum sjúkdómi hafa veikindi hans ágerst í refsivistinni. Ekki hefur verið unnt að búa að honum með viðunandi hætti í fangelsinu og ljóst er að hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa nýtt tímann til að búa honum viðeigandi úrræði úti í samfélaginu að lokinni afplánun.Geðhjálp skorar á velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra að tryggja alvarlega veikum föngum úrræði við hæfi og föngum í landinu geðheilbrigðisþjónustu eins og lög kveða á um. Með sama hætti er skorað á sveitarfélögin í landinu að tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.Annað er ekki sæmandi íslensku velferðarsamfélagi.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira