Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2014 22:48 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Engin varanleg úrræði bíða mannsins þá þar sem „hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi.“ Geðhjálp segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hætt sé því að þjónusta við þá „falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.“ Geðhjálp skora því á stjórnvöld og sveitarfélög í landinu að „tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.“ Tilkynningu Geðhjálpar má sjá í heild hér að neðan:Geðhjálp vekur athygli á því að engin varanleg úrræði bíða alvarlega geðfatlaðs fanga á Litla-Hrauni að lokinni þriggja ára afplánun í fangelsinu í lok desember. Fanginn fékk ekki reynslulausn vegna skorts á viðeigandi úrræði á síðasta ári. Hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi. Vandi mannsins endurspeglar úrræðaleysi samfélagsins gagnvart alvarlega, andlega veikum föngum, brotalamir í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hættuna á því að þjónusta við fólk með geðrænan vanda falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.Geðhjálp og Evrópunefnd um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða svokölluð CPT-nefnd (European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment) hafa ítrekað bent á að föngum sé ekki veitt lögbundin geðheilbrigðisþjónusta hér á landi.Geðhjálp hefur bent á að fangar á Litla-Hrauni hafi ekki aðgang að geðlækni og þurfi að bíða í tvær til þrjár vikur eftir viðtali við sálfræðing. Tveimur sálfræðingum á vegum Fangelsismálastofnunar er ætlað að sinna 160 föngum og öllum föngum á reynslulausn. Með hliðsjón af því að á bilinu 50 til 75% fanga í fyrri hópnum eiga við geðrænan vanda að stríða er ljóst að naumur tími gefst til að sinna hverjum og einum.Í drögum að skýrslu umboðsmanns Alþingis um heimsókn á Litla-Hraun frá 30. september 2013 kemur fram að fangar með alvarlegan geðvanda eigi lögum samkvæmt rétt á að afplána hluta eða allan dóm sinn á heilbrigðisstofnun. Engu að síður hefur fangelsismálastofnun rekið sig á að viðeigandi heilbrigðisstofnanir hafi verið tregar til að taka við alvarlega, andlega veikum föngum. Af því leiðir að oft hafa fjórir til fimm og allt upp í sjö alvarlega veikir fangar dvalist á Litla-Hrauni hverju sinni.Ofangreindur fangi lýkur refsivist sinni eftir eftir örfáar vikur. Hann þjáist af alvarlegum, flóknum geðvanda og líkamlegum sjúkdómi hafa veikindi hans ágerst í refsivistinni. Ekki hefur verið unnt að búa að honum með viðunandi hætti í fangelsinu og ljóst er að hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa nýtt tímann til að búa honum viðeigandi úrræði úti í samfélaginu að lokinni afplánun.Geðhjálp skorar á velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra að tryggja alvarlega veikum föngum úrræði við hæfi og föngum í landinu geðheilbrigðisþjónustu eins og lög kveða á um. Með sama hætti er skorað á sveitarfélögin í landinu að tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.Annað er ekki sæmandi íslensku velferðarsamfélagi. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Engin varanleg úrræði bíða mannsins þá þar sem „hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi.“ Geðhjálp segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hætt sé því að þjónusta við þá „falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.“ Geðhjálp skora því á stjórnvöld og sveitarfélög í landinu að „tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.“ Tilkynningu Geðhjálpar má sjá í heild hér að neðan:Geðhjálp vekur athygli á því að engin varanleg úrræði bíða alvarlega geðfatlaðs fanga á Litla-Hrauni að lokinni þriggja ára afplánun í fangelsinu í lok desember. Fanginn fékk ekki reynslulausn vegna skorts á viðeigandi úrræði á síðasta ári. Hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa lýst sig reiðubúin til að búa manninum úrræði við hæfi. Vandi mannsins endurspeglar úrræðaleysi samfélagsins gagnvart alvarlega, andlega veikum föngum, brotalamir í geðheilbrigðisþjónustu við fanga og hættuna á því að þjónusta við fólk með geðrænan vanda falli niður milli sveitarfélaga og ríkis með alvarlegum afleiðingum.Geðhjálp og Evrópunefnd um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða svokölluð CPT-nefnd (European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment) hafa ítrekað bent á að föngum sé ekki veitt lögbundin geðheilbrigðisþjónusta hér á landi.Geðhjálp hefur bent á að fangar á Litla-Hrauni hafi ekki aðgang að geðlækni og þurfi að bíða í tvær til þrjár vikur eftir viðtali við sálfræðing. Tveimur sálfræðingum á vegum Fangelsismálastofnunar er ætlað að sinna 160 föngum og öllum föngum á reynslulausn. Með hliðsjón af því að á bilinu 50 til 75% fanga í fyrri hópnum eiga við geðrænan vanda að stríða er ljóst að naumur tími gefst til að sinna hverjum og einum.Í drögum að skýrslu umboðsmanns Alþingis um heimsókn á Litla-Hraun frá 30. september 2013 kemur fram að fangar með alvarlegan geðvanda eigi lögum samkvæmt rétt á að afplána hluta eða allan dóm sinn á heilbrigðisstofnun. Engu að síður hefur fangelsismálastofnun rekið sig á að viðeigandi heilbrigðisstofnanir hafi verið tregar til að taka við alvarlega, andlega veikum föngum. Af því leiðir að oft hafa fjórir til fimm og allt upp í sjö alvarlega veikir fangar dvalist á Litla-Hrauni hverju sinni.Ofangreindur fangi lýkur refsivist sinni eftir eftir örfáar vikur. Hann þjáist af alvarlegum, flóknum geðvanda og líkamlegum sjúkdómi hafa veikindi hans ágerst í refsivistinni. Ekki hefur verið unnt að búa að honum með viðunandi hætti í fangelsinu og ljóst er að hvorki viðkomandi sveitarfélag né ríki hafa nýtt tímann til að búa honum viðeigandi úrræði úti í samfélaginu að lokinni afplánun.Geðhjálp skorar á velferðarráðherra, heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra að tryggja alvarlega veikum föngum úrræði við hæfi og föngum í landinu geðheilbrigðisþjónustu eins og lög kveða á um. Með sama hætti er skorað á sveitarfélögin í landinu að tryggja fólki með geðfötlun viðhlítandi velferðarþjónustu á öllum tímum.Annað er ekki sæmandi íslensku velferðarsamfélagi.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira