Geðveikur fangi endar á götunni finnist ekki úrræði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2014 13:41 „Þjónustan sem hann þarf er gríðarlega kostnaðarsöm og því ekki skrítið að sveitarfélagið treysti sér ekki til að taka við honum,“ segir Anna Gunnhildur. Engin viðunandi úrræði eru í boði fyrir andlega veika, en sakhæfa fanga og eru málefni þeirra í ólestri. Tveir sálfræðingar sinna 160 föngum ásamt föngum á reynslulausn en 50-75 prósent af föngum á Íslandi glíma við geðræn vandamál. Þá er enginn starfandi geðlæknir á Litla-Hrauni. Samtökin Geðhjálp sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá fanga sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi árið 2012, meðal annars fyrir íkveikju og ofbeldisbrot. Hann kemur til með að ljúka afplánun sinni á Litla-Hrauni í desember en allt bendir til þess að hann muni enda á götunni vegna úrræðaleysis. Hans sveitarfélag neitar að taka við honum, en hann þarf á mikilli þjónustu að halda. Of kostnaðarsamur „Þjónustan sem hann þarf er gríðarlega kostnaðarsöm og því ekki skrítið að sveitarfélagið treysti sér ekki til að taka við honum. Þess vegna skorum við á stjórnvöld að finna framtíðarlausnir,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Maðurinn glímir við flókin geðræn vandamál og hefur meira og minna dvalist á geðdeildum allt hans líf. Hann var þó metinn sakhæfur. Í gögnum frá fangelsismálastofnun kemur fram að andleg veikindi hans hafi ágerst til muna á meðan afplánun hans hefur staðið. Fangelsisyfirvöld hafi ásamt heilbrigðisstarfsmönnum reynt að sinna honum eins vel og kostur gefst, en þrátt fyrir það hafi heilsu hans hrakað verulega.Framtíðarlausn nauðsynleg „Fangar fá ekki lögbundna geðheilbrigðisþjónustu, það er lélegt aðgengi og lítil þjónusta. Bið eftir sálfræðiviðtali eru tvær til þrjár vikur og þá auðvitað er líðanin önnur en þegar þörfin er fyrir hendi. Þá vantar líka geðlækni, en það er einungis 20 prósent staða í boði og eftirspurnin því engin,“ segir Anna. Hún er fullviss um að hefði hann fengið nauðsynlega aðstoð á þessum tæpu þremur árum sem hann hefur setið í fangelsi væri staða hans allt önnur í dag. „Það liggur fyrir í gögnum málsins að fangelsisvistin hefur haft neikvæðar afleiðingar fyrir hann og ég skal staðhæfa það að hann væri betur á sig kominn ef hann hefði fengið þá aðstoð sem hann þarf á að halda. Það hefur ekki staðið til boða fyrir hann í lengri tíma að vera inni á heilbrigðisstofnun, en spítali er ekki heimili og þess vegna þarf að hugsa þetta lengra,“ segir hún og bætir við að það myndi spara samfélaginu umtalsverða fjárhæð ef komið yrði á fót fullnægjandi meðferðarræðum fyrir fanga.Komið á borð velferðarráðuneytisins Mál sem þessi hafa ítrekað skotið upp kollinum í umræðunni, en að sögn Önnu hefur lítið sem ekkert gerst í þessum málefnum. Velferðarráðuneytið hafði þó samband við hana í morgun og óskaði eftir gögnum málsins og er því komið á þeirra borð. „Við vonum bara að það verði fundin lausn. Þetta gengur ekki upp eins og málin standa í dag,“ segir Anna. Tengdar fréttir Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. 11. desember 2014 22:48 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Engin viðunandi úrræði eru í boði fyrir andlega veika, en sakhæfa fanga og eru málefni þeirra í ólestri. Tveir sálfræðingar sinna 160 föngum ásamt föngum á reynslulausn en 50-75 prósent af föngum á Íslandi glíma við geðræn vandamál. Þá er enginn starfandi geðlæknir á Litla-Hrauni. Samtökin Geðhjálp sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá fanga sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi árið 2012, meðal annars fyrir íkveikju og ofbeldisbrot. Hann kemur til með að ljúka afplánun sinni á Litla-Hrauni í desember en allt bendir til þess að hann muni enda á götunni vegna úrræðaleysis. Hans sveitarfélag neitar að taka við honum, en hann þarf á mikilli þjónustu að halda. Of kostnaðarsamur „Þjónustan sem hann þarf er gríðarlega kostnaðarsöm og því ekki skrítið að sveitarfélagið treysti sér ekki til að taka við honum. Þess vegna skorum við á stjórnvöld að finna framtíðarlausnir,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Maðurinn glímir við flókin geðræn vandamál og hefur meira og minna dvalist á geðdeildum allt hans líf. Hann var þó metinn sakhæfur. Í gögnum frá fangelsismálastofnun kemur fram að andleg veikindi hans hafi ágerst til muna á meðan afplánun hans hefur staðið. Fangelsisyfirvöld hafi ásamt heilbrigðisstarfsmönnum reynt að sinna honum eins vel og kostur gefst, en þrátt fyrir það hafi heilsu hans hrakað verulega.Framtíðarlausn nauðsynleg „Fangar fá ekki lögbundna geðheilbrigðisþjónustu, það er lélegt aðgengi og lítil þjónusta. Bið eftir sálfræðiviðtali eru tvær til þrjár vikur og þá auðvitað er líðanin önnur en þegar þörfin er fyrir hendi. Þá vantar líka geðlækni, en það er einungis 20 prósent staða í boði og eftirspurnin því engin,“ segir Anna. Hún er fullviss um að hefði hann fengið nauðsynlega aðstoð á þessum tæpu þremur árum sem hann hefur setið í fangelsi væri staða hans allt önnur í dag. „Það liggur fyrir í gögnum málsins að fangelsisvistin hefur haft neikvæðar afleiðingar fyrir hann og ég skal staðhæfa það að hann væri betur á sig kominn ef hann hefði fengið þá aðstoð sem hann þarf á að halda. Það hefur ekki staðið til boða fyrir hann í lengri tíma að vera inni á heilbrigðisstofnun, en spítali er ekki heimili og þess vegna þarf að hugsa þetta lengra,“ segir hún og bætir við að það myndi spara samfélaginu umtalsverða fjárhæð ef komið yrði á fót fullnægjandi meðferðarræðum fyrir fanga.Komið á borð velferðarráðuneytisins Mál sem þessi hafa ítrekað skotið upp kollinum í umræðunni, en að sögn Önnu hefur lítið sem ekkert gerst í þessum málefnum. Velferðarráðuneytið hafði þó samband við hana í morgun og óskaði eftir gögnum málsins og er því komið á þeirra borð. „Við vonum bara að það verði fundin lausn. Þetta gengur ekki upp eins og málin standa í dag,“ segir Anna.
Tengdar fréttir Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. 11. desember 2014 22:48 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. 11. desember 2014 22:48