Geðveikur fangi endar á götunni finnist ekki úrræði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2014 13:41 „Þjónustan sem hann þarf er gríðarlega kostnaðarsöm og því ekki skrítið að sveitarfélagið treysti sér ekki til að taka við honum,“ segir Anna Gunnhildur. Engin viðunandi úrræði eru í boði fyrir andlega veika, en sakhæfa fanga og eru málefni þeirra í ólestri. Tveir sálfræðingar sinna 160 föngum ásamt föngum á reynslulausn en 50-75 prósent af föngum á Íslandi glíma við geðræn vandamál. Þá er enginn starfandi geðlæknir á Litla-Hrauni. Samtökin Geðhjálp sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá fanga sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi árið 2012, meðal annars fyrir íkveikju og ofbeldisbrot. Hann kemur til með að ljúka afplánun sinni á Litla-Hrauni í desember en allt bendir til þess að hann muni enda á götunni vegna úrræðaleysis. Hans sveitarfélag neitar að taka við honum, en hann þarf á mikilli þjónustu að halda. Of kostnaðarsamur „Þjónustan sem hann þarf er gríðarlega kostnaðarsöm og því ekki skrítið að sveitarfélagið treysti sér ekki til að taka við honum. Þess vegna skorum við á stjórnvöld að finna framtíðarlausnir,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Maðurinn glímir við flókin geðræn vandamál og hefur meira og minna dvalist á geðdeildum allt hans líf. Hann var þó metinn sakhæfur. Í gögnum frá fangelsismálastofnun kemur fram að andleg veikindi hans hafi ágerst til muna á meðan afplánun hans hefur staðið. Fangelsisyfirvöld hafi ásamt heilbrigðisstarfsmönnum reynt að sinna honum eins vel og kostur gefst, en þrátt fyrir það hafi heilsu hans hrakað verulega.Framtíðarlausn nauðsynleg „Fangar fá ekki lögbundna geðheilbrigðisþjónustu, það er lélegt aðgengi og lítil þjónusta. Bið eftir sálfræðiviðtali eru tvær til þrjár vikur og þá auðvitað er líðanin önnur en þegar þörfin er fyrir hendi. Þá vantar líka geðlækni, en það er einungis 20 prósent staða í boði og eftirspurnin því engin,“ segir Anna. Hún er fullviss um að hefði hann fengið nauðsynlega aðstoð á þessum tæpu þremur árum sem hann hefur setið í fangelsi væri staða hans allt önnur í dag. „Það liggur fyrir í gögnum málsins að fangelsisvistin hefur haft neikvæðar afleiðingar fyrir hann og ég skal staðhæfa það að hann væri betur á sig kominn ef hann hefði fengið þá aðstoð sem hann þarf á að halda. Það hefur ekki staðið til boða fyrir hann í lengri tíma að vera inni á heilbrigðisstofnun, en spítali er ekki heimili og þess vegna þarf að hugsa þetta lengra,“ segir hún og bætir við að það myndi spara samfélaginu umtalsverða fjárhæð ef komið yrði á fót fullnægjandi meðferðarræðum fyrir fanga.Komið á borð velferðarráðuneytisins Mál sem þessi hafa ítrekað skotið upp kollinum í umræðunni, en að sögn Önnu hefur lítið sem ekkert gerst í þessum málefnum. Velferðarráðuneytið hafði þó samband við hana í morgun og óskaði eftir gögnum málsins og er því komið á þeirra borð. „Við vonum bara að það verði fundin lausn. Þetta gengur ekki upp eins og málin standa í dag,“ segir Anna. Tengdar fréttir Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. 11. desember 2014 22:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Engin viðunandi úrræði eru í boði fyrir andlega veika, en sakhæfa fanga og eru málefni þeirra í ólestri. Tveir sálfræðingar sinna 160 föngum ásamt föngum á reynslulausn en 50-75 prósent af föngum á Íslandi glíma við geðræn vandamál. Þá er enginn starfandi geðlæknir á Litla-Hrauni. Samtökin Geðhjálp sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá fanga sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi árið 2012, meðal annars fyrir íkveikju og ofbeldisbrot. Hann kemur til með að ljúka afplánun sinni á Litla-Hrauni í desember en allt bendir til þess að hann muni enda á götunni vegna úrræðaleysis. Hans sveitarfélag neitar að taka við honum, en hann þarf á mikilli þjónustu að halda. Of kostnaðarsamur „Þjónustan sem hann þarf er gríðarlega kostnaðarsöm og því ekki skrítið að sveitarfélagið treysti sér ekki til að taka við honum. Þess vegna skorum við á stjórnvöld að finna framtíðarlausnir,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Maðurinn glímir við flókin geðræn vandamál og hefur meira og minna dvalist á geðdeildum allt hans líf. Hann var þó metinn sakhæfur. Í gögnum frá fangelsismálastofnun kemur fram að andleg veikindi hans hafi ágerst til muna á meðan afplánun hans hefur staðið. Fangelsisyfirvöld hafi ásamt heilbrigðisstarfsmönnum reynt að sinna honum eins vel og kostur gefst, en þrátt fyrir það hafi heilsu hans hrakað verulega.Framtíðarlausn nauðsynleg „Fangar fá ekki lögbundna geðheilbrigðisþjónustu, það er lélegt aðgengi og lítil þjónusta. Bið eftir sálfræðiviðtali eru tvær til þrjár vikur og þá auðvitað er líðanin önnur en þegar þörfin er fyrir hendi. Þá vantar líka geðlækni, en það er einungis 20 prósent staða í boði og eftirspurnin því engin,“ segir Anna. Hún er fullviss um að hefði hann fengið nauðsynlega aðstoð á þessum tæpu þremur árum sem hann hefur setið í fangelsi væri staða hans allt önnur í dag. „Það liggur fyrir í gögnum málsins að fangelsisvistin hefur haft neikvæðar afleiðingar fyrir hann og ég skal staðhæfa það að hann væri betur á sig kominn ef hann hefði fengið þá aðstoð sem hann þarf á að halda. Það hefur ekki staðið til boða fyrir hann í lengri tíma að vera inni á heilbrigðisstofnun, en spítali er ekki heimili og þess vegna þarf að hugsa þetta lengra,“ segir hún og bætir við að það myndi spara samfélaginu umtalsverða fjárhæð ef komið yrði á fót fullnægjandi meðferðarræðum fyrir fanga.Komið á borð velferðarráðuneytisins Mál sem þessi hafa ítrekað skotið upp kollinum í umræðunni, en að sögn Önnu hefur lítið sem ekkert gerst í þessum málefnum. Velferðarráðuneytið hafði þó samband við hana í morgun og óskaði eftir gögnum málsins og er því komið á þeirra borð. „Við vonum bara að það verði fundin lausn. Þetta gengur ekki upp eins og málin standa í dag,“ segir Anna.
Tengdar fréttir Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. 11. desember 2014 22:48 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Segja brotalamir vera í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Samtökin Geðhjálp segja úrræðaleysi samfélagsins gagnvart andlega veikum föngum endurspeglast í máli fanga sem lýkur þriggja ára afplánun á Litla-Hrauni í lok desember. 11. desember 2014 22:48