Innlent

Rauði krossinn fékk nýja sjúkrabíla

ingvar haraldsson skrifar
Nýju sjúkrabílarnir verða teknir í notkun á næstu vikum.
Nýju sjúkrabílarnir verða teknir í notkun á næstu vikum.
Rauði krossinn á Íslandi fagnaði níutíu ára afmælinu sínu á miðvikudaginn. Af því tilefni afhenti Fastus ehf. Rauða krossinum sjö nýja sjúkrabíla sem verða teknir í notkun á næstu vikum. Fastus flutti bílana inn til landsins.

Sjúkrabílarnir sjö eru af gerðinni Mercedes Benz Sprinter og voru sérstaklega innréttaðir sem sjúkrabílar af fyrirtækinu BAUS AT í Póllandi.

Öll aðstaða inni í bílunum er þannig úr garði gerð að sjúkraflutningamenn geta athafnað sig og sinnt sjúklingum með sem bestum hætti.

Meðal þeirra sem voru viðstaddir afhendinguna voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, pólski sendiherrann Lech Mastalerz, Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, Sveinn Kristinsson, stjórnarformaður Rauða krossins, Robert Krolikowski frá BAUS AT og Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Fastus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×