Fleiri fréttir

Sextán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu

Óðni Frey Valgeirssyni var gert að sök að hafa svipt konu á þrítugsaldri frelsi sínu, haldið henni nauðugri á heimili sínu að Kleppsvegi og hótað henni lífláti ef hún hefði ekki samræði við hann.

Sakar forsvarsmann Landsnets um lygar

Fráfarandi formaður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fór hörðum orðum um ummæli forstjóra Landsnets um að sveitarfélög hefðu dregið lappirnar. "Sveitarfélög hafa allan tímann verið áfram um að aðstoða Landsnet við að leggja línur.“

Óljóst hvort dómar eigi að geyma gögn

Dómstólar landsins viðhafa ekki sama verklag í hlerunar- og húsleitarmálum. Allir aðrir dómstólar en Héraðsdómur Reykjavíkur geyma öll gögn. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir vafa leika á hvernig túlka skuli lögin en segist fara að lögum.

Grjótkrabbi leggur undir sig ströndina

Ný krabbategund sem fyrst fannst hér árið 2006 í Hvalfirði hefur nú numið búsvæði meðfram ströndinni allt norður til Skagafjarðar. Enn er of snemmt að hefja hagkvæmar veiðar, segir fræðimaður. Krabbinn er kominn í veitingahús.

Hassið horfið eftir hrun

Hrunið varð til þess að nánast ekkert hass er lengur að finna á íslenskum fíkniefnamarkaði. Dæmi eru um að fólk rækti kannabisplöntur til einkanota. Neytendur eru ánægðir með viðhorfsbreytingu gagnvart neyslunni.

Landamæravarsla víða í Vesturbyggð

Fyrsta gufupönkhátíðin sem haldin hefur verið hér á landi hófst í Vesturbyggð á fimmtudag. Fjögur hundruð manns hafa skráð sig á hátíðina og eru sumir hverjir komnir langt að, jafnvel lengra en skynkvíar okkar ná. Sveitarfélagið breytist í Bíldalíu.

Svangar hnísur í Jökulsárlóni

„Þetta er mjög óvenjulegt, ég hef ekki heyrt af því áður að hnísan fari í lónið eða í annað ferskvatn hér á landi," segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur.

Fallhlífastökkvarinn er ekki í lífshættu

Karlmaður á þrítugsaldri, sem slasaðist í fallhlífastökki við Helluflugvöll í gær er ekki í lífshættu. Hann var fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar og er haldið sofandi, en líðan hans er stöðug.

Líkamsárárs í Austurstræti

Sjúkrabifreið var kölluð á vettvang og var sá slasaði fluttur á slysadeild. Árásarmaðurinn karlmaður á fertugsaldri var skömmu síðar handtekinn í miðbænum eftir greinagóða lýsingu vitna.

Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi

Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann.

Kostnaðarsamur flutningur Fiskistofu

Flutningur tuga starfa frá Fiskistofu í Hafnarfirði til Akureyrar gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Formaður BHM segir starfsfólkið þurfa góðan tíma til að fara yfir sín mál en mörgum spurningum sé enn ósvarað.

Eldur í Hafnarfirði: Kviknaði í ruslahaug og vinnuvél

Sprengjuhætta skapaðist í Hafnarfirði þegar kviknaði í ruslahaug og vinnuvél við fyrirtækið Furu við Hringhellu í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Slökkvilið kom fljótt á vettvang og slökkti eldinn.

Pyndingaraðgerð á Austurvelli

Klukkan þrjú í dag heldur Ungliðahreyfing Amnesty International svokallaða pyndingaaðgerð á Austurvell. Þetta er í þriðja sinn sem hreyfingin heldur slíka aðgerð og í ár vill hún vekja athygli á „hylmingu ríkisstjórna yfir pyndingum með táknrænni aðgerð og undirskriftasöfnun,“ eins og segir í fréttatilkynningu frá Amnesty International.

Bleiksá stífluð svo hægt sé að leita betur

"Nú erum við að undirbúa að hefja dælingu, með það fyrir augum að færa fossinn til. Við höfum komið dælum fyrir í gil hér fyrir ofan fossinn og ætlum að dæla vatni upp úr hylnum,“ útskýrir hann.

Leiðin um Sprengisand lokuð

„Miðað við snjóalög í vetur, veðrið í vor og það sem af er sumri hefur gengið vel að opna hálendisvegi,“ segir Jón Jónasson hjá Vegagerðinni.

Lögreglan heldur áfram að skrifa um gullfiskinn Nemó

„Eigandi blaðranna var þriggja ára stúlka af Álftanesi. Hafði hún fengið Hello Kitty blöðruna á 17. júní sem hafði lifað góðu lífi fram á fimmtudag. Nemó blaðran hafði verið hengd á leiði systur hennar þennan sama dag. Í lok dagsins fannst fjölskyldunni tilvalið að sameina blöðrurnar og voru sólgleraugu þeirrar stuttu notuð til að halda þeim niðri.“

Loðnuvertíðin hafði áhrif á byggðalínuna

Byggðalína er svo löskuð að lítil veiði á loðnu varð þess valdandi að skerðing á raforku var minni en gert var ráð fyrir. Flutningsgeta byggðalínunnar er aðeins fimm prósent af öllu því rafmagni sem notað er hverju sinni.

Andmæla hvalveiðum

Um 60 sjálfboðaliðar munu í sumar ræða við ferðamenn og Íslendinga í Reykjavík um kosti þess að velja hvalaskoðun frekar en hvalveiðar.

Sjá næstu 50 fréttir