Vöruverð lækkar í kjölfar fríverslunarsamnings Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. júní 2014 20:15 Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína tekur gildi á þriðjudaginn. Samingnum er ætlað að bæta verulega viðskiptakjör milli Íslands og Kína en hann kveður á um niðurfellingu tolla á helstu útflutningsafurðum Íslendinga. Allar sjávarafurðir verða tollfrjálsar, en 90% alls útflutnings til Kína eru sjávarafurðir. Forsvarsmenn í íslenskum sjávarútvegi, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, segja samninginn bjóða upp á gríðarleg tækifæri. En áhrifanna gætir víðar. Tökum skópar, sem framleitt er í Kína, sem dæmi. Til að einfalda dæmið skulum við gefa okkur að það kosti 10.000 krónur með flutningskostnaði og öðrum kostnaði. Ofan á það bætist 15% tollur og 25,5% virðisaukaskattur. Heildarverð í dag er því 14.443 krónur. Eftir gildistöku fríverslunarsamningsins fellur þessi tollur niður. Við erum því með skó sem kosta 10.000 krónur, bera engan toll og virðisaukaskatt upp á 25,5%. Alls 12.550. Þarna getum við sparað tæpar 1.900 krónur eða 13%. „Já klárlega. Vöruverð lækkar, það er alveg klárt. Við fögnum þessum samningi. Þetta er eitthvað sem við erum búin að vera að berjast fyrir. Fríverslunarsamningar eru mikið hagsmunamál fyrir verslunina og við teljum að þetta sé leið til lækkunar vöruverðs. Þannig að neytendur fagna og við fögnum“, segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Fjöldi sendinga frá Kína til Íslands hefur margfaldast undanfarin ár, þá ekki síst fyrir tilstilli netverslana líkt og hinnar kínversku aliexpress.com. En mun fríverslunasamningurinn ekki hafa þau áhrif að Íslendingur versli í auknum mæli í gegnum slíkar síður? „Netverslun er eitthvað sem er komið til að vera. En við teljum að ef við erum að bjóða samkeppnishæf verð, sem við erum að gera, og með fríverslunarsamningnum er vöruverð að lækka á Íslandi, að þá fáum við fleiri inn í verslaninnar, og þá eykst verslunin, þá fjölgar starfsfólki, og allir hagnast á þessu“, segir Margrét. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína tekur gildi á þriðjudaginn. Samingnum er ætlað að bæta verulega viðskiptakjör milli Íslands og Kína en hann kveður á um niðurfellingu tolla á helstu útflutningsafurðum Íslendinga. Allar sjávarafurðir verða tollfrjálsar, en 90% alls útflutnings til Kína eru sjávarafurðir. Forsvarsmenn í íslenskum sjávarútvegi, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, segja samninginn bjóða upp á gríðarleg tækifæri. En áhrifanna gætir víðar. Tökum skópar, sem framleitt er í Kína, sem dæmi. Til að einfalda dæmið skulum við gefa okkur að það kosti 10.000 krónur með flutningskostnaði og öðrum kostnaði. Ofan á það bætist 15% tollur og 25,5% virðisaukaskattur. Heildarverð í dag er því 14.443 krónur. Eftir gildistöku fríverslunarsamningsins fellur þessi tollur niður. Við erum því með skó sem kosta 10.000 krónur, bera engan toll og virðisaukaskatt upp á 25,5%. Alls 12.550. Þarna getum við sparað tæpar 1.900 krónur eða 13%. „Já klárlega. Vöruverð lækkar, það er alveg klárt. Við fögnum þessum samningi. Þetta er eitthvað sem við erum búin að vera að berjast fyrir. Fríverslunarsamningar eru mikið hagsmunamál fyrir verslunina og við teljum að þetta sé leið til lækkunar vöruverðs. Þannig að neytendur fagna og við fögnum“, segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Fjöldi sendinga frá Kína til Íslands hefur margfaldast undanfarin ár, þá ekki síst fyrir tilstilli netverslana líkt og hinnar kínversku aliexpress.com. En mun fríverslunasamningurinn ekki hafa þau áhrif að Íslendingur versli í auknum mæli í gegnum slíkar síður? „Netverslun er eitthvað sem er komið til að vera. En við teljum að ef við erum að bjóða samkeppnishæf verð, sem við erum að gera, og með fríverslunarsamningnum er vöruverð að lækka á Íslandi, að þá fáum við fleiri inn í verslaninnar, og þá eykst verslunin, þá fjölgar starfsfólki, og allir hagnast á þessu“, segir Margrét.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira