Innlent

Leit hætt í Bleiksárgljúfri

Randver Kári Randversson skrifar
Bleiksárgljúfur.
Bleiksárgljúfur. Vísir/Vilhelm
Leitaraðgerðum í Bleiksárgljúfri hefur verið hætt og að svo stöddu er ekki fyrirhuguð frekari leit á svæðinu. Þetta staðfestir Svanur Sævar Lárusson, sem stýrir aðgerðum á svæðinu, í samtali við Vísi.

Björgunarsveitarmenn héldu í dag áfram leitinni að Ástu Stefánsdóttur, sem hvarf um Hvítasunnuhelgina. Var leitast við að stífla Bleiksá í þeirri von um að hægt væri að leita í fossinum þar.

Svanur segir að tekist hafi að dæla töluverði vatni fram fyrir fossinn, sem hafi gert kleift að síga niður í fossinn. Þar hafi komið í ljós vatnsgöng í berginu sem ekki sé óhætt að senda neinn inn í.

„Þetta eru bara aðstæður sem ráðum ekki við. Aðstæður þarna inn í þessu gili eru bara það erfiðar að við erum búin að gera meira en við getum í rauninni. Að svo stöddu er ekki fyrirhuguð nánari leit,“ segir Svanur.


Tengdar fréttir

Bleiksá stífluð svo hægt sé að leita betur

"Nú erum við að undirbúa að hefja dælingu, með það fyrir augum að færa fossinn til. Við höfum komið dælum fyrir í gil hér fyrir ofan fossinn og ætlum að dæla vatni upp úr hylnum,“ útskýrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×