Fleiri fréttir

Ekki sætt í embætti ef lög voru brotin

Brynjar Níelsson þingmaður vill að lögum verði breytt svo mál gegn rannsóknaraðilum fyrnist ekki áður en upp um þau kemst. Hann segir sérstökum saksóknara ekki sætt í embætti hafi hann gerst sekur um lögbrot við rannsóknir mála.

Hátíðarhöld á Austurvelli

Hátíðardagskrá fór fram á Austurvelli venju samkvæmt fyrr í dag. Mikill fjöldi var samankominn i blíðviðrinu í miðbænum og fjöldi erlendra ferðamanna fylgdist með því sem fram fór.

Þjóðhátíðardagskrá á Akureyri

Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur á Akureyri með dagskrá í Lystigarðinum og í miðbænum.

Tekjur sveitarfélaga jukust meira í fyrra en árið á undan

Tekjur 27 stærstu sveitarfélaganna jukust um 2,8 prósent umfram verðbólgu á síðasta ári. Það er um 0,4 prósentustigum meiri vöxtur en árið áður, samkvæmt samantekt greiningardeildar Arion banka á rekstri sveitarfélaganna.

Sjúkdómur líklegasta skýring fugladauðans

Vel á annað hundrað sjófuglar hafa fundist dauðir á Snæfellsnesi í tveimur aðskildum tilvikum, en talið er að mun fleiri hafi drepist. Leitað til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum.

Kalla yrði þing saman í dag til að hindra flugvirkjaverkfall

Flugvirkjar og Icelandair funduðu hjá Ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Ótímabundið verkfall á að hefjast á fimmtudag. Ferðamálasamtök Íslands vilja inngrip stjórnvalda. Innanríkisáðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara.

Heyrnarlausir mótmæla kostnaði

Stjórn Heyrnarhjálpar – félags heyrnarskertra á Íslandi hefur sent frá sér ályktun vegna hækkandi kostnaðar við kaup á heyrnartækjum.

Fótsporin ekki eftir Ástu

Rannsóknarlögreglumenn og fótsporasérfræðingar komust að því að spor eftir beran fót sem fundust í Fljótshlíð hafi ekki verið eftir íslensku konuna sem hvarf.

Reykjavík hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans

Leiðtogafundurinn í Reykjavík árið 1986 var hápunkturinn á ferli Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og þar lauk kalda stríðinu. Þetta segir einn helsti samstarfsmaður Reagans í nýútkominni bók.

„Jón farsæll og góður borgarstjóri“

„Jón Gnarr hefur verið farsæll og mjög góður borgarstjóri,“ segir Dagur B. Eggertsson sem tók við sem borgarstjóri í dag. Meirihlutinn í borgarstjórn treystir sér ekki til að starfa með Framsókn og flugvallavinum sem fá ekki sæti í helstu ráðum og nefndum borgarinnar.

Gekk út af ólöglegum hreppsnefndarfundi í Kjós

Þórarinn Jónsson vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Kjósarhreppi. Hann er ósáttur við að koma ekki til greina sem oddviti hreppsins. Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar var ólöglegur og þarf að endurtaka hann. Á þeim fundi var Guðmundur Davíðsson endurkjörinn oddviti. "Mér finnst óeðlilegt að hundsa algjörlega sigurvegara kosninganna," segir Þórarinn.

Á hjólabretti frá Höfn til Reykjavíkur

„Þetta er búið að vera mjög gaman en erfitt á tímabili. Það var til dæmis mikil rigning í gær og búið að rigna mikið í dag,“ segir Adrian Oh frá Singapore.

Ástarlásar í Reykjanesbæ

Íslendingar geta nú innsiglað ást sína með því að fara að Brúnni milli heimsálfa í Reykjanesbæ.

Gleymdist að kjósa borgarstjóra

"Fall er fararheill,“ sagði Sóley Tómasdóttir, nýkjörinn forseti borgarstjórnar, og skellti upp úr þegar í ljós kom að hún hafði gleymt kosningu nýs borgarstjóra.

Óútskýrður fjöldadauði á sjófuglum

Vel á annað hundrað sjófuglar hafa fundist dauðir á Snæfellsnesi í tveimur aðskildum tilvikum, en talið er að mun fleiri hafi drepist. Tegundir sem eiga fátt sameiginlegar drepast. Leitað til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum.

Vilja ekki samstarf við Framsóknarflokkinn

Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna og verðandi forseti borgarstjórnar segir að nýr borgarstjórnarmeirihluti hafi efasemdir um það hvort Framsóknarflokkurinn sé stjórntækur. Þess vegna hafi verið ákveðið að bjóða honum ekki til samstarfs í ráðum og nefndum borgarinnar.

Farþegar afbóka í fimmtudagsflug

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að félagið bindi enn vonir við það að hægt verði að leysa kjaradeiluna áður ótímabundið verkfall hefst.

Ný bæjarstjórn í Hornafirði

Bæjarfulltrúar Þriðja framboðsins og Sjálfstæðisflokksins hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Sjá næstu 50 fréttir