Ekki sætt í embætti ef lög voru brotin Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. júní 2014 13:33 Brynjar vill að lögum verði breytt svo mál gegn rannsóknaraðilum fyrnist ekki áður en upp um þau kemst. Vísir/Vilhelm/Pjetur „Þetta er ótæk staða. Annaðhvort verður að lengja þennan fyrningarfrest eða breyta lögunum þannig að hann byrjar ekki að líða fyrr en grunur vaknar um brot,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður og hæstaréttarlögmaður um fyrningu á brotum sérstaks saksóknara sem upp hefur komist um í tengslum við hleranir á sakborningum og verjendum þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði sérstakan saksóknara hafa brotið gegn lögum með því að hafa hlerað samtöl verjanda og sakborninga í Imon málinu svokallaða gegn stjórnendum Landsbankans. Þá hefur Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings kært hleranir sérstaks saksóknara á símtölum hans og Hreiðars. Brynjar segir óeðlilegt að brot rannsóknaraðila séu fyrnd þegar upp um þau kemst, annað hvort þurfi að breyta lögum þannig að fyrningarfrestur byrji ekki að líða fyrr en upp kemst um brot eða hann lengdur. Hann segir að ef rétt sé að sérstakur saksóknari hafi brotið gegn lögum sé honum ekki sætt í embætti. „Endanlegur dómur er ekki fallinn en auðvitað er það þannig að ef menn brjóta lög í embætti þá er þeim ekki sætt þar,“ segir Brynjar og vill að stjórnvöld og ráðherra bregðist við. Þá segir Brynjar að sér sýnist sem framkvæmd á þvingunarráðstöfunum sé í miklum lamasessi og þeim beitt í óhófi. „Þetta er til þess fallið að rýra traust almennings á þessu öllu, þess vegna eru þær svo mikilvægar þessar formreglur, sem mönnum finnst oft þvælast fyrir.“ Sérstakur saksóknari þingfesti á dögunum ákæru á hendur Hreiðari og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings en áður hafa þeir hlotið þunga refsidóma í Al-Thani-málinu svokallaða. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Hreiðar hefði kært sérstakan saksóknara og fyrrverandi héraðsdómara fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa staðið óeðlilega að hlerunarúrskurði gegn Hreiðari. „Þetta er mjög alvarlegur hlutur sem hefur átt sér stað og vegna þess að um gríðarlegt inngrip í rétt manna til friðhelgi einkalífs er að ræða þá eru lögfestar reglur um meðferð slíkra mála,“ segir Hreiðar sem gagnrýnir að Ríkissaksóknari hafi vísað máli sínu frá á grundvelli fyrningar. „Er staðan þá raunverulega sú að sérstakur saksóknari og embættisdómari geta brotið með jafn alvarlegum hætti gegn lögum og komist upp með það sökum þess hversu lengi málin eru til rannsóknar,“ spyr Hreiðar. Tengdar fréttir Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Ríkissaksóknari tók ekki efnislega afstöðu til sannleiksgildis ásakana í úrskurði sínum. 16. júní 2014 07:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
„Þetta er ótæk staða. Annaðhvort verður að lengja þennan fyrningarfrest eða breyta lögunum þannig að hann byrjar ekki að líða fyrr en grunur vaknar um brot,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður og hæstaréttarlögmaður um fyrningu á brotum sérstaks saksóknara sem upp hefur komist um í tengslum við hleranir á sakborningum og verjendum þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði sérstakan saksóknara hafa brotið gegn lögum með því að hafa hlerað samtöl verjanda og sakborninga í Imon málinu svokallaða gegn stjórnendum Landsbankans. Þá hefur Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings kært hleranir sérstaks saksóknara á símtölum hans og Hreiðars. Brynjar segir óeðlilegt að brot rannsóknaraðila séu fyrnd þegar upp um þau kemst, annað hvort þurfi að breyta lögum þannig að fyrningarfrestur byrji ekki að líða fyrr en upp kemst um brot eða hann lengdur. Hann segir að ef rétt sé að sérstakur saksóknari hafi brotið gegn lögum sé honum ekki sætt í embætti. „Endanlegur dómur er ekki fallinn en auðvitað er það þannig að ef menn brjóta lög í embætti þá er þeim ekki sætt þar,“ segir Brynjar og vill að stjórnvöld og ráðherra bregðist við. Þá segir Brynjar að sér sýnist sem framkvæmd á þvingunarráðstöfunum sé í miklum lamasessi og þeim beitt í óhófi. „Þetta er til þess fallið að rýra traust almennings á þessu öllu, þess vegna eru þær svo mikilvægar þessar formreglur, sem mönnum finnst oft þvælast fyrir.“ Sérstakur saksóknari þingfesti á dögunum ákæru á hendur Hreiðari og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings en áður hafa þeir hlotið þunga refsidóma í Al-Thani-málinu svokallaða. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Hreiðar hefði kært sérstakan saksóknara og fyrrverandi héraðsdómara fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa staðið óeðlilega að hlerunarúrskurði gegn Hreiðari. „Þetta er mjög alvarlegur hlutur sem hefur átt sér stað og vegna þess að um gríðarlegt inngrip í rétt manna til friðhelgi einkalífs er að ræða þá eru lögfestar reglur um meðferð slíkra mála,“ segir Hreiðar sem gagnrýnir að Ríkissaksóknari hafi vísað máli sínu frá á grundvelli fyrningar. „Er staðan þá raunverulega sú að sérstakur saksóknari og embættisdómari geta brotið með jafn alvarlegum hætti gegn lögum og komist upp með það sökum þess hversu lengi málin eru til rannsóknar,“ spyr Hreiðar.
Tengdar fréttir Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Ríkissaksóknari tók ekki efnislega afstöðu til sannleiksgildis ásakana í úrskurði sínum. 16. júní 2014 07:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30
Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39
Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Ríkissaksóknari tók ekki efnislega afstöðu til sannleiksgildis ásakana í úrskurði sínum. 16. júní 2014 07:00