Ekki sætt í embætti ef lög voru brotin Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. júní 2014 13:33 Brynjar vill að lögum verði breytt svo mál gegn rannsóknaraðilum fyrnist ekki áður en upp um þau kemst. Vísir/Vilhelm/Pjetur „Þetta er ótæk staða. Annaðhvort verður að lengja þennan fyrningarfrest eða breyta lögunum þannig að hann byrjar ekki að líða fyrr en grunur vaknar um brot,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður og hæstaréttarlögmaður um fyrningu á brotum sérstaks saksóknara sem upp hefur komist um í tengslum við hleranir á sakborningum og verjendum þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði sérstakan saksóknara hafa brotið gegn lögum með því að hafa hlerað samtöl verjanda og sakborninga í Imon málinu svokallaða gegn stjórnendum Landsbankans. Þá hefur Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings kært hleranir sérstaks saksóknara á símtölum hans og Hreiðars. Brynjar segir óeðlilegt að brot rannsóknaraðila séu fyrnd þegar upp um þau kemst, annað hvort þurfi að breyta lögum þannig að fyrningarfrestur byrji ekki að líða fyrr en upp kemst um brot eða hann lengdur. Hann segir að ef rétt sé að sérstakur saksóknari hafi brotið gegn lögum sé honum ekki sætt í embætti. „Endanlegur dómur er ekki fallinn en auðvitað er það þannig að ef menn brjóta lög í embætti þá er þeim ekki sætt þar,“ segir Brynjar og vill að stjórnvöld og ráðherra bregðist við. Þá segir Brynjar að sér sýnist sem framkvæmd á þvingunarráðstöfunum sé í miklum lamasessi og þeim beitt í óhófi. „Þetta er til þess fallið að rýra traust almennings á þessu öllu, þess vegna eru þær svo mikilvægar þessar formreglur, sem mönnum finnst oft þvælast fyrir.“ Sérstakur saksóknari þingfesti á dögunum ákæru á hendur Hreiðari og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings en áður hafa þeir hlotið þunga refsidóma í Al-Thani-málinu svokallaða. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Hreiðar hefði kært sérstakan saksóknara og fyrrverandi héraðsdómara fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa staðið óeðlilega að hlerunarúrskurði gegn Hreiðari. „Þetta er mjög alvarlegur hlutur sem hefur átt sér stað og vegna þess að um gríðarlegt inngrip í rétt manna til friðhelgi einkalífs er að ræða þá eru lögfestar reglur um meðferð slíkra mála,“ segir Hreiðar sem gagnrýnir að Ríkissaksóknari hafi vísað máli sínu frá á grundvelli fyrningar. „Er staðan þá raunverulega sú að sérstakur saksóknari og embættisdómari geta brotið með jafn alvarlegum hætti gegn lögum og komist upp með það sökum þess hversu lengi málin eru til rannsóknar,“ spyr Hreiðar. Tengdar fréttir Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Ríkissaksóknari tók ekki efnislega afstöðu til sannleiksgildis ásakana í úrskurði sínum. 16. júní 2014 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Þetta er ótæk staða. Annaðhvort verður að lengja þennan fyrningarfrest eða breyta lögunum þannig að hann byrjar ekki að líða fyrr en grunur vaknar um brot,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður og hæstaréttarlögmaður um fyrningu á brotum sérstaks saksóknara sem upp hefur komist um í tengslum við hleranir á sakborningum og verjendum þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði sérstakan saksóknara hafa brotið gegn lögum með því að hafa hlerað samtöl verjanda og sakborninga í Imon málinu svokallaða gegn stjórnendum Landsbankans. Þá hefur Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings kært hleranir sérstaks saksóknara á símtölum hans og Hreiðars. Brynjar segir óeðlilegt að brot rannsóknaraðila séu fyrnd þegar upp um þau kemst, annað hvort þurfi að breyta lögum þannig að fyrningarfrestur byrji ekki að líða fyrr en upp kemst um brot eða hann lengdur. Hann segir að ef rétt sé að sérstakur saksóknari hafi brotið gegn lögum sé honum ekki sætt í embætti. „Endanlegur dómur er ekki fallinn en auðvitað er það þannig að ef menn brjóta lög í embætti þá er þeim ekki sætt þar,“ segir Brynjar og vill að stjórnvöld og ráðherra bregðist við. Þá segir Brynjar að sér sýnist sem framkvæmd á þvingunarráðstöfunum sé í miklum lamasessi og þeim beitt í óhófi. „Þetta er til þess fallið að rýra traust almennings á þessu öllu, þess vegna eru þær svo mikilvægar þessar formreglur, sem mönnum finnst oft þvælast fyrir.“ Sérstakur saksóknari þingfesti á dögunum ákæru á hendur Hreiðari og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings en áður hafa þeir hlotið þunga refsidóma í Al-Thani-málinu svokallaða. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Hreiðar hefði kært sérstakan saksóknara og fyrrverandi héraðsdómara fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa staðið óeðlilega að hlerunarúrskurði gegn Hreiðari. „Þetta er mjög alvarlegur hlutur sem hefur átt sér stað og vegna þess að um gríðarlegt inngrip í rétt manna til friðhelgi einkalífs er að ræða þá eru lögfestar reglur um meðferð slíkra mála,“ segir Hreiðar sem gagnrýnir að Ríkissaksóknari hafi vísað máli sínu frá á grundvelli fyrningar. „Er staðan þá raunverulega sú að sérstakur saksóknari og embættisdómari geta brotið með jafn alvarlegum hætti gegn lögum og komist upp með það sökum þess hversu lengi málin eru til rannsóknar,“ spyr Hreiðar.
Tengdar fréttir Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Ríkissaksóknari tók ekki efnislega afstöðu til sannleiksgildis ásakana í úrskurði sínum. 16. júní 2014 07:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér 13. júní 2014 07:30
Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39
Kærði dómara og sérstakan saksóknara fyrir skjalafals Ríkissaksóknari tók ekki efnislega afstöðu til sannleiksgildis ásakana í úrskurði sínum. 16. júní 2014 07:00