Innlent

Blöðrurnar á 17. júní ekki hættulausar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá 17. júní.
Frá 17. júní. Vísir/Stefán
Neytendastofa varar foreldra og forráðamenn barna við böndum á álblöðrum sem vinsælar eru meðal barna 17. júní. Böndin eru mjög sterk og jafnvel óslítanleg.

„Blöðrurnar eru síðan afhentar börnum, oft eru þær bundnar við barnvagna eða úlnliði barna,“ segir á vef Neytendastofu.

„Þetta getur skapað hættu fyrir ung börn, sér í lagi ef þau eru ekki undir stöðugu eftirliti fullorðinna.“

Er forráðamönnum barna bent á að blöðrur ætti alls ekki að binda við vöggu, rúm eða handleggi barna eða annars staðar þar sem börn eru án stöðugs eftirlits.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×