Innlent

Bifhjólafantar í Grafarvoginum

Bjarki Ármannsson skrifar
Tvisvar í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af ökumönnum bifhjóla á Strandvegi.
Tvisvar í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af ökumönnum bifhjóla á Strandvegi. Vísir/Getty
Rúmlega tvítugur ökumaður bifhjóls var stöðvaður af lögreglu við að aka hjóli sínu á 112 kílómetra hraða á klukkustund á Strandvegi í Grafarvogi í gær. Hámarkshraði í götunni er fimmtíu kílómetrar á klukkustund. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar, en maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum.

Síðar um kvöldið féll ökumaður af öðru bifhjóli í sömu götu í Grafarvoginum og hafnaði fyrir utan veg. Að sögn lögreglu var ökumaðurinn karlmaður á þrítugsaldri og var hann undir áhrifum fíkniefna. 

Maðurinn var fluttur á slysadeild en talinn óbrotinn. Hjólið hafnaði í um tvö hundruð metra fjarlægð frá þeim stað sem óhappið varð og þurfti að fjarlægja með kranabifreið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×