Innlent

Þjóðhátíðardagskrá á Akureyri

Bjarki Ármannsson skrifar
17. júní á Akureyri árið 2005.
17. júní á Akureyri árið 2005. Mynd/Kristján J. Kristjánsson
Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur á Akureyri með dagskrá í Lystigarðinum og í miðbænum.

Dagskrá í Lystigarðinum hefst nú klukkan 12:45 með ljúfum tónum Lúðrasveitarinnar á Akureyri. Séra Sunna Dóra Möller, prestur í Akureyrarkirkju, flytur hugvekju og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur hátíðarávarp.

Klukkan 13:30 hefst skrúðganga úr Lystigarðinum að Ráðhústorgi. Hátíðardagskrá hefst á torginu klukkan 14:00 þar sem meðal annars Magni Ásgeirsson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson stíga á svið.

Dagskrá lýkur klukkan hálftólf með marseringu nýstúdenta úr Menntaskólanum á Akureyri. Dagskránna í heild sinni má sjá á vef Akureyrarbæjar








Fleiri fréttir

Sjá meira


×