Fleiri fréttir

Mini Market opnar á ný

Eigandi pólsku matvöruverslunarinnar Mini Market, sem gjöreyðilagðist í bruna í desember, opnaði verslunina að nýju í dag. Hann segir það hafa tekist með hjálp vina og viðskiptavina sem lögðu hönd á plóg.

Unnið að því að fá Aðalsteinu og Gunnhildi heim

Unnið er að því að fá íslensku stúlkurnar sem afplána fangelsisdóma fyrir kókaínsmygl í Tékklandi, framseldar hingað til lands. Gert er ráð fyrir að formlegt framsalsferli hefjist á næstu dögum.

Samningaviðræður þokast í rétta átt

Góður gangur er í samningaviðræðum Félags háskólakennara og ríkisins. Formaður félagsins segist vera bjartsýnn á að samningar náist á næstu dögum.

„Tengsl Íslands og Bandaríkjanna standa traustum fótum“

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þar sem hann ræddi samskipti Íslands og Bandaríkjanna við Chuck Hagel varnarmálaráðherra og Christine H. Fox aðstoðarvarnarmálaráðherra.

Akstursbann á hálendinu

Nú þegar frost er að fara úr jörð þarf víða að banna allan akstur á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og náttúru.

Enginn man hvað gerðist nema börnin

Guðmundur Ragnar Einarsson er barn alkóhólista. Hann var alinn upp í litlu samfélagi þar sem allir vissu um erfiðar heimilisaðstæður, en lokuðu augunum fyrir því. Hann segir mikilvægt að ná til þessara barna og ljá þeim rödd.

Flensborg hefndi fyrir skítinn í Morfís

Úrslitin í mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna fóru fram í gærkvöld í Háskólabíói en Flensborgarskólinn bar sigur úr býtum gegn Menntaskólanum við Sund.

Algjör sprenging hjá bogfimifólki

Skráðum iðkendum í bogfimi á Íslandi fjölgaði úr tíu í 250 í fyrra. Sótt hefur verið um aðstöðu fyrir bogfimisvæði í Hafnarfirði.

Hiti á Alþingi vegna umhverfismála

Hart var tekist á á Alþingi á fimmtudag þegar umhverfisráðherra vísaði málefnum rammaáætlunar í atvinnuveganefnd. Vinstri græn telja að með tillögunni ætli ráðherra að draga úr vægi umhverfisverndar og þrýsta á um virkjun í Þjórsá.

Fæstir segjast treysta utanríkisráðuneytinu

Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup segjast flestir treysta menntamálaráðuneytinu. Töluverður munur er á viðhorfi til ráðuneyta eftir stjórnmálaskoðunum aðspurðra.

Sóttu veikan mann af Vatnajökli

Björgunarsveitir á Austurlandi sóttu í gær veikan mann á Vatnajökul en maðurinn var í hópi sem hugðist þvera jökulinn frá Snæfelli til Grímsvatna.

Víða ófært á vegum

Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi munu skil fara yfir landið á morgun með SA hvassviðri og úrkomu.

Rússar verja hagsmuni sína ef í hart fer

Staðan í deilu Rússa við Úkraínumenn og vesturveldin er afleiðing af því hvernig kalda stríðinu lauk, að mati prófessors við Bifröst. Hann býst ekki við stríði en segir þó að Rússar muni verja hagsmuni sína ef í hart fari.

Tugum milljóna eytt í gagnslaust lyf?

Íslenska ríkið eyddi tugum milljóna króna í gagnslaust og jafnvel skaðlegt lyf, ef niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar eru réttar. Sóttvarnalæknir segir virkni lyfsins hins vegar margsannaða.

Sparisjóðirnir gleymdu uppruna sínum

Í hrunadansi fjármálabólunnar toguðust sparisjóðirnir inn í hringiðu áhættusækni og fjármálagerninga og misstu sjónar á því til hvers þeir voru stofnaðir á sínum tíma.

Tannlæknastofa Petru býður eldri borgurum á Ragga Bjarna

„Tónleikar með Ragga Bjarna sem verða á 9-unni föstudaginn 11. Apríl kl. 20:00, verða í boði tannlæknastofu Petru Vilhjálmsdóttir, í minningu ömmu Petu.“ Svona lítur tilkynning á heimasíðu sveitarfélagsins Ölfusar út.

Hættuleg snuddubönd

Tekinn hefur verið saman listi yfir snuddubönd sem tekin hafa verið af markaði.

Silja Rut fundin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Silju Rut Andrésdóttur, 15 ára, en hún fór frá Lágafellsskóla í fyrradag.

Sjá næstu 50 fréttir