Innlent

Algjör sprenging hjá bogfimifólki

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skráðum iðkendumí bogfimi fjölgaði 25 falt í fyrra.
Skráðum iðkendumí bogfimi fjölgaði 25 falt í fyrra. Fréttablaðið/Anton
„Má segja að sprenging hafi orðið nú á síðasta ári, bæði hvað varðar iðkendur og keppnir,“ segir í erindi Bogfimisetursins þar sem óskað er eftir lóð í Hafnarfirði og samstarfi við bæjaryfirvöld um bogfimiiðkun.

Fram kemur að Bogfimisetrið sé þegar með svæði í Kópavogi og á Akureyri. „Ef áætlanir ganga eftir kemur stöðunum til með að fjölga mjög hratt á næstu tólf til átján mánuðum til að svara þeirri gríðarlegu eftirspurn sem hefur myndast,“ segir í erindi félagsins þar sem sérstaklega er vísað til áhuga á Víkingaþorpinu í Hafnarfirði. Víkingafélagið Rimmugýgur sjái mikil tækifæri í bogfiminni.

„Völlurinn sem yrði opinn allt árið myndi hýsa allar útiæfingar og tegundir keppna í bogfimigreinum sem og myndi að öllum líkindum ýta undir víkingaímynd bæjarins,“ segir Bogfimisetrið.

Bæjarráð samþykkti að láta skoða möguleika á lóð fyrir bogmennina og fá fram afstöðu íþrótta- og tómstundanefndar til málsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×