Sparisjóðirnir gleymdu uppruna sínum Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2014 20:00 Þingmenn allra flokka á Alþingi eru sammála um að lykillinn að ógæfu sparisjóðanna hafi verið að þeir hafi fjarlægst upprunalegan tilgang sinn og farið í vonlausa samkeppni við stóru bankanna. Þingmenn Pírata lýstu óánægju sinni með hversu stuttan tíma þingmönnum var gefin til að kynna sér 600 milljóna skýrslu fyrir fimm tíma umræður á Alþingi í dag. „Þrjátíu þúsund krónur fyrir hverja sekúndu sem við ræðum hana í dag, þessa fimm tíma. Og sjáum hvernig mér tekst að rífa 30 þúsund krónur á einni sekúndi, einn seðil eftir annan,“ sagði Jón Þór Ólafsson og reif síðan þrjá tíu þúsund króna seðla í tvennt og sagði að honum hefði ekki tekist þetta á einni sekúndu. Reyndar skal upplýst að um ljósrit var að ræða en ekki ekta peningaseðla.Birgitta Jónsdóttir og Frosti Sigurjónsson.Svona hófu Píratar þingstörfin á Alþingi í dag. En þótt fæstir hafi kannski lesið allar nítján hundruð síðurnar spjaldanna á milli, spurðum við fulltrúa allra þingflokka hvað þeir teldu að væri lykillinn eða kjarninn að ógæfu sparisjóðanna. „Ég helda að kjarninn sé það óþol sem varð gagnvart því að það mætti myndast samfélagsleg eign í sparisjóðunum. Að þessi goðsögn að fé án hirðis væri eitthvað vont. Það sýnir sig núna að hirðarnir voru verri en féð án hirðis,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Þetta sé eitt af því sem menn verði að læra af harmsögu síðustu ára. Það sé mikilvægt að sýna skilning á því að það geti verið til eitthvað sem heitir samfélagsleg eign.Guðmundur Steingrímsson og Katrín Jakobsdóttir.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir skýrsluna sýna að Sparisjóðirnir hafi fjarlægst upprunalegt hlutverk sitt og nærþjónustu. „Það er bent á það í skýrslunni að þeir hafi átt í erfiðleikum með að vaxa. Vantaði verkefni til að fjárfesta í. En þá kemur auðvitað upp spurningin; var það endilega svo mikilvægt að vaxa við þessar aðstæður? Aðalatriðið er og það er kannski niðurstaðan í skýrslunni, að þeir hefðu þurft að horfa á hvað það var sem þeir kunnu best og voru góðir í,“ segir Illugi. „Lykillin er auðvitað sá að menn höfu misst sjónar á upphaflegum markmiðum sem voru auðvitað að hafa fleiri markmið en stefna að hámarks arði, vinna að samfélagslegri velferð og efnahagslegri velferð nærsvæðisins. Sparisjóðirnir fóru í raun og veru að keppa við viðskiptabankana og það eru margar ástæður fyrir því. En löggjöfin er eitt af því sem veldur því að sparisjóðirnir verða líkari hefðbundnum fjármálafyrirtækjum. Þannig að þarna hefur fíknin eftir auknum arði borið menn ofurliði,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.Illugi Gunnarsson og Árni Páll Árnason.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir rót ógæfu Sparisjóðanna svipaða og rótin að hruni fjármálakerfisins yfirhöfuð. „Það er áhættusæknin, það er bara einfaldlega græðgin á góðæristímum. Gullgrafarastemmingin. – Erum við ekki að sækja mjög mikið í viðbótarlífeyrissparnaðinn sem á að gagnast okkur síðar? Er það ekki vitnisburður um það að við séum ekki endilega að læra neina framsýni eða ráðdeild af þessu öllu saman,“ spyr Guðmundur. „Það var náttúrlega ekki græðgi í öllum en það var mikill þrýstingur á að tæma þessa banka í raun og veru að innan. Með alls konar laukfléttum þar sem það er ómögulegt að rekja þær alla leið því það vantar alltaf einn hlekk í þessa hringamyndunarkeðju,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata. Græðgin hafi ráðið för. „Eins og skýrslan bendir á, þá er lagaramminn kannski ekki réttur. Og sparisjóðirnir yfirgáfu ef til vill upprunalegt hlutverk sitt sem var að vinna í sínu nærumhverfi, efla atvinnulíf á staðnum og fóru að fjárfesta út fyrir sitt umhverfi. Fóru að fjárfesta jafnvel í fjármálagerningum, gerðust fjárfestingabankar,“ segir Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Þingmenn allra flokka á Alþingi eru sammála um að lykillinn að ógæfu sparisjóðanna hafi verið að þeir hafi fjarlægst upprunalegan tilgang sinn og farið í vonlausa samkeppni við stóru bankanna. Þingmenn Pírata lýstu óánægju sinni með hversu stuttan tíma þingmönnum var gefin til að kynna sér 600 milljóna skýrslu fyrir fimm tíma umræður á Alþingi í dag. „Þrjátíu þúsund krónur fyrir hverja sekúndu sem við ræðum hana í dag, þessa fimm tíma. Og sjáum hvernig mér tekst að rífa 30 þúsund krónur á einni sekúndi, einn seðil eftir annan,“ sagði Jón Þór Ólafsson og reif síðan þrjá tíu þúsund króna seðla í tvennt og sagði að honum hefði ekki tekist þetta á einni sekúndu. Reyndar skal upplýst að um ljósrit var að ræða en ekki ekta peningaseðla.Birgitta Jónsdóttir og Frosti Sigurjónsson.Svona hófu Píratar þingstörfin á Alþingi í dag. En þótt fæstir hafi kannski lesið allar nítján hundruð síðurnar spjaldanna á milli, spurðum við fulltrúa allra þingflokka hvað þeir teldu að væri lykillinn eða kjarninn að ógæfu sparisjóðanna. „Ég helda að kjarninn sé það óþol sem varð gagnvart því að það mætti myndast samfélagsleg eign í sparisjóðunum. Að þessi goðsögn að fé án hirðis væri eitthvað vont. Það sýnir sig núna að hirðarnir voru verri en féð án hirðis,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Þetta sé eitt af því sem menn verði að læra af harmsögu síðustu ára. Það sé mikilvægt að sýna skilning á því að það geti verið til eitthvað sem heitir samfélagsleg eign.Guðmundur Steingrímsson og Katrín Jakobsdóttir.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir skýrsluna sýna að Sparisjóðirnir hafi fjarlægst upprunalegt hlutverk sitt og nærþjónustu. „Það er bent á það í skýrslunni að þeir hafi átt í erfiðleikum með að vaxa. Vantaði verkefni til að fjárfesta í. En þá kemur auðvitað upp spurningin; var það endilega svo mikilvægt að vaxa við þessar aðstæður? Aðalatriðið er og það er kannski niðurstaðan í skýrslunni, að þeir hefðu þurft að horfa á hvað það var sem þeir kunnu best og voru góðir í,“ segir Illugi. „Lykillin er auðvitað sá að menn höfu misst sjónar á upphaflegum markmiðum sem voru auðvitað að hafa fleiri markmið en stefna að hámarks arði, vinna að samfélagslegri velferð og efnahagslegri velferð nærsvæðisins. Sparisjóðirnir fóru í raun og veru að keppa við viðskiptabankana og það eru margar ástæður fyrir því. En löggjöfin er eitt af því sem veldur því að sparisjóðirnir verða líkari hefðbundnum fjármálafyrirtækjum. Þannig að þarna hefur fíknin eftir auknum arði borið menn ofurliði,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.Illugi Gunnarsson og Árni Páll Árnason.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir rót ógæfu Sparisjóðanna svipaða og rótin að hruni fjármálakerfisins yfirhöfuð. „Það er áhættusæknin, það er bara einfaldlega græðgin á góðæristímum. Gullgrafarastemmingin. – Erum við ekki að sækja mjög mikið í viðbótarlífeyrissparnaðinn sem á að gagnast okkur síðar? Er það ekki vitnisburður um það að við séum ekki endilega að læra neina framsýni eða ráðdeild af þessu öllu saman,“ spyr Guðmundur. „Það var náttúrlega ekki græðgi í öllum en það var mikill þrýstingur á að tæma þessa banka í raun og veru að innan. Með alls konar laukfléttum þar sem það er ómögulegt að rekja þær alla leið því það vantar alltaf einn hlekk í þessa hringamyndunarkeðju,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata. Græðgin hafi ráðið för. „Eins og skýrslan bendir á, þá er lagaramminn kannski ekki réttur. Og sparisjóðirnir yfirgáfu ef til vill upprunalegt hlutverk sitt sem var að vinna í sínu nærumhverfi, efla atvinnulíf á staðnum og fóru að fjárfesta út fyrir sitt umhverfi. Fóru að fjárfesta jafnvel í fjármálagerningum, gerðust fjárfestingabankar,“ segir Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira