Innlent

Hættuleg snuddubönd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/GVA
Hluti þeirra snuddubanda sem eru í notkun á Íslandi er búinn til í heimahúsum. Óvíst er hvort þau uppfylli skilyrði um öryggi og geti valdið ungbörnum hættu.

Neytendastofa varar neytendur við að kaupa og nota snuddubönd sem ekki er vitað hvort framleidd hafi verið samkvæmt gildandi reglum og viðeigandi stöðlum hvað varðar öryggi og sem ekki eru merkt með viðeigandi upplýsingum.

Í tilkynningakerfi framkvæmdastjórnar ESB má finna tilkynningar um snuddubönd sem tekin hafa verið af markaði eða innkölluð frá neytendum af þessum sökum. Þá hefur neytendastofa í Danmörku gripið til aðgerða í tengslum við markaðsetningu ólöglegra snuddubanda þar í landi.

Neytendastofa minnir á mikilvægi þess að snuddubönd þjóni þeim tilgangi sem þeim sé ætlað og séu örugg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×