Hiti á Alþingi vegna umhverfismála Snærós Sindradóttir skrifar 12. apríl 2014 07:00 Ráðherra stefnir að því að koma Hvammsvirkjun í Þjórsá í nýtingarflokk. VÍSIR/VILHELM Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra fékk á sig harða gagnrýni á þingi á fimmtudag þegar hann vísaði breytingartillögu við rammaáætlun til atvinnuveganefndar Alþingis. Tillagan sem vísað var til atvinnuveganefndar snýr að tilfærslu Hvammsvirkjunar í Þjórsá úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Tillagan er breyting á rammaáætlun sem samþykkt var í janúar í fyrra. Það var verkefnisstjórn rammaáætlunar sem lagði breytinguna til en við samþykkt rammaáætlunar á síðasta ári hafði tillögu verkefnisstjórnar um nýtingu Hvammsvirkjunar verið snúið við af þáverandi umhverfisráðherra. Segja má að botninn hafi dottið úr umræðunni vegna vísunar Sigurðar Inga og var henni því frestað þar til eftir páska. Tillagan fór því ekki inn í nefnd eins og áætlað var. Þingmenn Vinstri grænna fullyrða að tillagan eigi heima í umhverfis- og samgöngunefnd. Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, segir að umhverfisráðherra hafi með þessu slitið rammaáætlun í sundur.Svandís Svavarsdóttir„Stóra tillagan var afgreidd og unnin í umhverfisnefnd enda er rammaáætlun á forræði umhverfisráðherra samkvæmt forsetaúrskurði. Umhverfisnefnd er búin að vera að vinna með rammaáætlun þannig að þetta er ekki bara vitlaust heldur líka óskynsamlegt. Með þessu erum við búin að rjúfa í sundur rammaáætlun og farið er út fyrir hugmyndina um vernd og nýtingu.“ Hún segir að umhverfisráðherra sé að reyna að draga úr vægi umhverfisverndar. „Þetta eru ekki mistök heldur pólitísk afstaða.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að færslan sé í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar, „Þetta er í samræmi við málflutning okkar í þessu máli. Við gagnrýndum mjög að þetta væri sett til umhverfisverndar en ekki atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili.“ Rammaáætlun hafði áður verið á forræði iðnaðarnefndar þegar áætlunin heyrði undir iðnaðarráðuneytið. Það breyttist þegar umhverfis- og auðlindaráðuneyti var stofnað árið 2012. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði við umræðu málsins á þingi að það samrýmdist þingsköpum. „Annars vegar er talað um að mál sem lúta að rannsóknum auðlinda eigi að fara í umhverfisnefnd en nýting þeirra í atvinnuveganefnd. Túlkun á þessu hefur hins vegar verið umdeild í þinginu.“ Einari finnst líklegt að til atkvæðagreiðslu komi um meðferð tillögunnar eftir páska. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir þingsköp skýr. „Ég tel að þeir séu að mistúlka þingsköpin og hef enga trú á öðru en að það verði leiðrétt.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra fékk á sig harða gagnrýni á þingi á fimmtudag þegar hann vísaði breytingartillögu við rammaáætlun til atvinnuveganefndar Alþingis. Tillagan sem vísað var til atvinnuveganefndar snýr að tilfærslu Hvammsvirkjunar í Þjórsá úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Tillagan er breyting á rammaáætlun sem samþykkt var í janúar í fyrra. Það var verkefnisstjórn rammaáætlunar sem lagði breytinguna til en við samþykkt rammaáætlunar á síðasta ári hafði tillögu verkefnisstjórnar um nýtingu Hvammsvirkjunar verið snúið við af þáverandi umhverfisráðherra. Segja má að botninn hafi dottið úr umræðunni vegna vísunar Sigurðar Inga og var henni því frestað þar til eftir páska. Tillagan fór því ekki inn í nefnd eins og áætlað var. Þingmenn Vinstri grænna fullyrða að tillagan eigi heima í umhverfis- og samgöngunefnd. Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, segir að umhverfisráðherra hafi með þessu slitið rammaáætlun í sundur.Svandís Svavarsdóttir„Stóra tillagan var afgreidd og unnin í umhverfisnefnd enda er rammaáætlun á forræði umhverfisráðherra samkvæmt forsetaúrskurði. Umhverfisnefnd er búin að vera að vinna með rammaáætlun þannig að þetta er ekki bara vitlaust heldur líka óskynsamlegt. Með þessu erum við búin að rjúfa í sundur rammaáætlun og farið er út fyrir hugmyndina um vernd og nýtingu.“ Hún segir að umhverfisráðherra sé að reyna að draga úr vægi umhverfisverndar. „Þetta eru ekki mistök heldur pólitísk afstaða.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að færslan sé í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar, „Þetta er í samræmi við málflutning okkar í þessu máli. Við gagnrýndum mjög að þetta væri sett til umhverfisverndar en ekki atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili.“ Rammaáætlun hafði áður verið á forræði iðnaðarnefndar þegar áætlunin heyrði undir iðnaðarráðuneytið. Það breyttist þegar umhverfis- og auðlindaráðuneyti var stofnað árið 2012. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði við umræðu málsins á þingi að það samrýmdist þingsköpum. „Annars vegar er talað um að mál sem lúta að rannsóknum auðlinda eigi að fara í umhverfisnefnd en nýting þeirra í atvinnuveganefnd. Túlkun á þessu hefur hins vegar verið umdeild í þinginu.“ Einari finnst líklegt að til atkvæðagreiðslu komi um meðferð tillögunnar eftir páska. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir þingsköp skýr. „Ég tel að þeir séu að mistúlka þingsköpin og hef enga trú á öðru en að það verði leiðrétt.“ Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira