Innlent

Nauðsynlegt að byggja upp leigumarkað í Reykjavík

S. Björn Blöndal oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík segir nauðsynlegt að borgin komi að málum til að byggja upp leigumarkað til taka á húsnæðisvandanum.

„Við verðum að horfast í augu við það að leigumarkaðurinn í Reykjavík og á Íslandi er mjög óheilbrigður. Hann hefur ekki náð að þroskast og verða til. Hér hefur verið rekin sú stefna að allir þurfi að kaupa íbúð. Það er fínt á meðan fólk hefur efni á því en eins og staðan er núna er bara orðið mjög erfitt fyrir t.d. ungt fólk að kaupa íbúð. Þá er ansi slæmt að ekki skuli vera til heilbrigður leigumarkaður. Núverandi meirihluti, Besti flokkurinn og Samfylkingin, hefur verið að þróa hugmyndir sem við köllum Reykjavíkurhús. Þar er verið að tala um beint inngrip borgarinnar inn í leigumarkaðinn. Við aðstoðum við að koma honum á fót. Hinn frjálsi markaður hefur haft ansi langan tíma en þetta hefur ekki verið að gera sig. Spurningin er hvort borgin þurfi ekki að hjálpa þessu af stað í tíu, tuttugu ár og svo getur borgin selt þetta. Framlagi borgarinnar yrði þá í formi lóða,“ segir Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×