Rússar verja hagsmuni sína ef í hart fer Hrund Þórsdóttir skrifar 11. apríl 2014 20:00 Staðan í deilu Rússa við Úkraínumenn og vesturveldin er afleiðing af því hvernig kalda stríðinu lauk, að mati prófessors við Bifröst. Hann býst ekki við stríði en segir þó að Rússar muni verja hagsmuni sína ef í hart fari. Talið er að vel búið 40 þúsund manna herlið Rússa sé nú við landamæri Úkraínu í austri. Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, segir Rússa reyna að tryggja sér hagstæða þróun mála í Úkraínu en býst síður við stríði. „Maður sér að innanlandsumræðan í Rússlandi er miklu krítískari á það sem er að gerast núna varðandi Úkraínu en hún var í sambandi við Krím,“ segir hann. Barack Obama Bandaríkjaforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafa skorað á Rússa að kalla herliðið frá Úkraínu en sérfræðingar Atlantshafsbandalagsins telja hægt að beita því með um tólf stunda fyrirvara. Atlantshafsbandalagið birti gervihnattamyndir af herliðinu í gær en Rússar hafa í dag ýmist sagt myndirnar gamlar eða haldið því fram að aðeins sé um reglubundna flutninga herliðs að ræða. Rússar hafa þegar verið beittir refsiaðgerðum en Jón segir Rússa ekki ætla að gefa eftir ítök sín í Úkraínu; þeir muni verja þá ef í hart fari. „En ég myndi samt halda að þetta yrði frekar þessi diplómatíski slagur fram og til baka,“ segir Jón. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Úkraínumenn hafa dregið að greiða fyrir kaup á rússnesku gasi og er óttast að spennan leiði til skorts á gasi í Evrópu, þar sem margar gasleiðslur Rússa liggja í gegnum Úkraínu. Úkraínumenn hafa því leitað til Frakka og Þjóðverja til að fá gas með aðstoð Bandaríkjamanna, sem segja Rússa nota gasið sem þvingunartæki. Jón segir stöðuna afleiðingu af því hvernig kalda stríðinu lauk. „Og við sjáum núna á því hvernig Rússar haga sínum málflutningi að margt af því sem er að koma upp á yfirborðið stafar af djúpstæðri óánægju ríkjandi afla í Rússlandi með það hvernig heiminum var skipt upp eftir kalda stríðið.“ Tengdar fréttir NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu NATO segja Rússa reyna að skapa spennu á svæðinu. Rússar segja myndirnar vera frá því í fyrra. 11. apríl 2014 17:11 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 "Þetta eru mjög sterk skilaboð út í alþjóðasamfélagið" Slagsmál brutust út á úkraínska þinginu í dag í umræðum um átökin í landinu. Norðurlandaráð, sem nú fundar á Íslandi, fordæmir framferði Rússa. 8. apríl 2014 20:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Staðan í deilu Rússa við Úkraínumenn og vesturveldin er afleiðing af því hvernig kalda stríðinu lauk, að mati prófessors við Bifröst. Hann býst ekki við stríði en segir þó að Rússar muni verja hagsmuni sína ef í hart fari. Talið er að vel búið 40 þúsund manna herlið Rússa sé nú við landamæri Úkraínu í austri. Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, segir Rússa reyna að tryggja sér hagstæða þróun mála í Úkraínu en býst síður við stríði. „Maður sér að innanlandsumræðan í Rússlandi er miklu krítískari á það sem er að gerast núna varðandi Úkraínu en hún var í sambandi við Krím,“ segir hann. Barack Obama Bandaríkjaforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafa skorað á Rússa að kalla herliðið frá Úkraínu en sérfræðingar Atlantshafsbandalagsins telja hægt að beita því með um tólf stunda fyrirvara. Atlantshafsbandalagið birti gervihnattamyndir af herliðinu í gær en Rússar hafa í dag ýmist sagt myndirnar gamlar eða haldið því fram að aðeins sé um reglubundna flutninga herliðs að ræða. Rússar hafa þegar verið beittir refsiaðgerðum en Jón segir Rússa ekki ætla að gefa eftir ítök sín í Úkraínu; þeir muni verja þá ef í hart fari. „En ég myndi samt halda að þetta yrði frekar þessi diplómatíski slagur fram og til baka,“ segir Jón. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Úkraínumenn hafa dregið að greiða fyrir kaup á rússnesku gasi og er óttast að spennan leiði til skorts á gasi í Evrópu, þar sem margar gasleiðslur Rússa liggja í gegnum Úkraínu. Úkraínumenn hafa því leitað til Frakka og Þjóðverja til að fá gas með aðstoð Bandaríkjamanna, sem segja Rússa nota gasið sem þvingunartæki. Jón segir stöðuna afleiðingu af því hvernig kalda stríðinu lauk. „Og við sjáum núna á því hvernig Rússar haga sínum málflutningi að margt af því sem er að koma upp á yfirborðið stafar af djúpstæðri óánægju ríkjandi afla í Rússlandi með það hvernig heiminum var skipt upp eftir kalda stríðið.“
Tengdar fréttir NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu NATO segja Rússa reyna að skapa spennu á svæðinu. Rússar segja myndirnar vera frá því í fyrra. 11. apríl 2014 17:11 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 "Þetta eru mjög sterk skilaboð út í alþjóðasamfélagið" Slagsmál brutust út á úkraínska þinginu í dag í umræðum um átökin í landinu. Norðurlandaráð, sem nú fundar á Íslandi, fordæmir framferði Rússa. 8. apríl 2014 20:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
NATO birtir myndir af rússneskum hermönnum við landamæri Úkraínu NATO segja Rússa reyna að skapa spennu á svæðinu. Rússar segja myndirnar vera frá því í fyrra. 11. apríl 2014 17:11
Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00
"Þetta eru mjög sterk skilaboð út í alþjóðasamfélagið" Slagsmál brutust út á úkraínska þinginu í dag í umræðum um átökin í landinu. Norðurlandaráð, sem nú fundar á Íslandi, fordæmir framferði Rússa. 8. apríl 2014 20:00