Fleiri fréttir

Forsetinn setti ofan í við norskan ráðherra

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því að aðstoðarevrópumálaráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í Úkraínu.

Hælisleitendur segja frá

Málþingið Hælisleitendur segja frá verður haldið fimmtudaginn 20. mars kl.12:00-13:00 í stofu 101, Lögbergi í Háskóla Íslands. Málþingið mun fara fram á ensku og er aðgangur er öllum opinn.

Margir nemendur í vandræðum

Landssamtökin Þroskahjálp hafa skorað á Félag framhaldsskólakennara að veita tafarlaust undanþágu frá verkfalli framhaldsskólakennara sem sinna kennslu fatlaðra nemenda.

Löggjöf um ölvunarakstur verði hert

Alsherjarnefnd hefur afgreitt þingsályktunartillögu sem felur í sér að innanríkisráðherra skoði lækkun á refsimörkum ölvunaraksturs, sem eru nú 0,5 prómill.

Hlutfall þeirra sem eru á negldum dekkjum hefur farið minnkandi

Síðustu þrjú ár hefur VÍS kannað ástand dekkja í upphafi hvers árs á tjónabílum sem koma á tjónaskoðunarstöð félagsins. Kannanirnar þrjár sýna svipaða stöðu hvað varðar sumardekkin, um 12% bíla voru á þeim þó svo að veturinn hafi staðið yfir í nokkra mánuði þegar könnunin var gerð en þetta kemur fram í frétt frá VÍS.

Útgáfu Monitor hætt

"Við ætlum að einbeita okkur að netinu, í billi allavega," segir Anna Marsibil Clausen, ritstjóri Monitor.

ASÍ vill dönsku leiðina alla leið

Í skýrslu KPMG og Analytica til félagsmálaráðherra er lagt til að danska leiðin verði farin á almennum húnsæðismarkaði. Forseti ASÍ vill líka fara danska leið í félagslega kerfinu.

Vilja tvo þýska sérfræðinga sem yfirmatsmenn

"Ég lagði fram tillögur um tvo þýska sérfræðinga og gerði kröfu um að þeir yrðu dómkvaddir sem yfirmatsmenn á mat Þóru Steffensen,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður Annþórs Karlssonar. Fyrirtaka í máli Annþórs og Barkar fór fram í morgun.

Stöðvuðu kannabisræktun á tveimur stöðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun á tveimur stöðum í gærkvöldi og í nótt og handtók þrjár manneskjur vegna frekari rannsókna á málunum.

Þúsund manns skora á aðila í Herjólfsdeilu

Um það bil þúsund manns höfðu í gærkvöldi skrifað nöfn sín á undirskriftalista á netinu, þar sem þess er krafist að deilendur í verkfalli undirmanna á Herjólfi setjist niður, og standi ekki upp fyrr en um semst.

Orkuveitan skýri aðgerðir gegn loftmengun

Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs hefur tekið undir samþykkt Heilbrigðiseftirlitsins um loftmengun í Lækjarbotnum. Nefndin vill að Orkuveitan geri grein fyrir aðgerðaáætlun á svæðinu.

Kanna vilja Hvergerðinga til sameiningar

Skoðanakönnun um vilja Hvergerðinga til sameiningar við önnur sveitarfélög verður samhliða bæjarstjórnarkosningum í maí. Minnihlutinn í bæjarstjórn lagði til sameiningu við Ölfus en meirihlutinn að fleiri kostir verði í boði í könnuninni.

Skíðað fram í júní í Oddskarði

Vegna óvenju mikilla snjóa á skíðasvæðinu í Oddskarði og þess að veðurfar og bilanir í snjótroðara hafa sett strik í reikninginn hjá skíðafólki í vetur er áætlað að lengja tímabilið og hafa svæðið opið um helgar í maí og júní.

Segja brotið á mannréttindum í frumvarpi

Persónuvernd hefur veitt umsögn um frumvarp til laga sem gerir ráð fyrir mjög víðtækum heimildum lögreglu til persónulegra upplýsingaöflunar þeirra sem hafa aðgang að haftasvæði flugverndar.

Stóru málin - Kynbundinn launamunur

Eygló Harðardóttir velferðarráðherra sat fyrir svörum í Stóru málunum. Lóa Pind ræddi líka við fólk í atvinnulífinu, VR og fræðikonur í Háskóla Íslands.

Engin pappírsframtöl send heim

Engin pappírsframtöl voru send heim til skattgreiðenda í ár. Aldraðir sem ekki eiga eða hafa aðgang að tölvu geta snúið sér til Ríkisskattstjóra og fengið aðstoð þar, að sögn Karls Óskars Magnússonar, sérfræðings hjá embættinu.

Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu

Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags.

„Algjörlega afleit staða“

Nýráðinn útvarpsstjóri telur nauðsynlegt að Ríkisútvarpið færi sig um set vegna kostnaðar á húsnæðinu.

Pútín gagnrýnir afskipti Vesturveldanna

Vladimír Pútín ávarpaði rússneska þingið í dag eftir að hafa undirritað sáttmála við leiðtoga Krímskaga um að landsvæðið yrði formlega hluti af Rússlandi. Hann sagði ráðamenn í Úkraínu rússafælna gyðingahatara og gagnrýndi vesturveldin fyrir afskipti af nýafstöðnum kosningum.

Ýmist fáklæddar eða ljótar og feitar

Staðalímynd konu sem spilar tölvuleiki er annars vegar kynþokkafull bomba sem spilar fáklædd og hins vegar ljót og feit stelpa eða kona sem eignast aldrei kærasta, segir kona sem spilað hefur í 25 ár.

Sjá næstu 50 fréttir