Innlent

Segja brotið á mannréttindum í frumvarpi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Í umsögn Persónuverndar segir að fjölmargir sem starfa sinna vegna þurfa að fara inn á haftasvæði flugverndar þurfi að sæta mjög nærgöngulu eftirliti lögreglu samkvæmt tillögum í frumvarpinu.
Í umsögn Persónuverndar segir að fjölmargir sem starfa sinna vegna þurfa að fara inn á haftasvæði flugverndar þurfi að sæta mjög nærgöngulu eftirliti lögreglu samkvæmt tillögum í frumvarpinu. vísir/valli
Persónuvernd hefur veitt umsögn um frumvarp til laga sem gerir ráð fyrir mjög víðtækum heimildum lögreglu til persónulegra upplýsingaöflunar þeirra sem hafa aðgang að haftasvæði flugverndar.

Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt auknar heimildir ríkislögreglustjóra og hve þær skerða friðhelgi einkalífs og atvinnufrelsi flugmanna.

Í umsögn Persónuverndar stendur meðal annars að gengið sé mun lengra í öflun upplýsinga en sé að finna í alþjóðlegri reglugerð um flugvernd. Félagið hefur einnig skilað umsögn um frumvarpið. 

Einnig að hvergi sé að finna í frumvarpinu efnislegan rökstuðning fyrir því hvers vegna álitað sé nauðsynlegt að afla svo víðtækra upplýsinga um einstaklinga. Eingöngu sé sagt að það sé „mat“ ríkislögreglustjóra að þeirra sé þörf. Í ljósi þess hve gengið er á réttinn til friðhelgi einkalífs þurfi löggjafinn að rökstyðja betur ástæðu breytinganna.

Vegna skorts á slíkum rökstuðningi og vegna umfangs þeirrar mannréttindarskerðingar sem frumvarpið felur í sér leggst Persónuvernd eindregið gegn því að heimildir til upplýsingaöflunar verði samþykktar óbreyttar, segir ennfremur í umsögn Persónuverndar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×