Innlent

Nýr upplýsingabæklingur um ADHD á pólsku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björk Þórarinsdóttir, formaður ADHD samtakanna, Lech Mastalerz, sendifulltrúi Póllands, Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna.
Björk Þórarinsdóttir, formaður ADHD samtakanna, Lech Mastalerz, sendifulltrúi Póllands, Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna. mynd/aðsend
ADHD samtökin hafa nú látið þýða á pólsku, bækling með grunnupplýsingum um ADHD.

Björk Þórarinsdóttir, formaður ADHD samtakanna og Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri samtakanna afhentu Lech Mastalerz, sendifulltrúi Póllands á Íslandi fyrsta eintakið í sendiráði Póllands í morgun.

Pólverjar eru sem kunnugt er fjölmennasti innflytjendahópurinn á Íslandi. Á tíunda þúsund Pólverjar eru hér á landi eða um 3% landsmanna. Þar af eru að minnsta kosti 1.500 börn.

Upplýsingabæklingnum verður dreift á heilsugæslustöðvar, þjónustumiðstöðvar og félagsþjónustur sveitarfélaga um allt land og víðar. Þá verður bæklingurinn fáanlegur á rafrænu formi á vefsíðu ADHD samtakanna og vef pólska sendiráðsins.

Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu.

Þeir fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi, starfi og almennt bættum lífsgæðum.

Ef yfirfærðar eru erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að um 10.000 fullorðnir og 6.000 börn á Íslandi séu með ADHD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×