Kvartað undan fálæti og fjarveru forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2014 20:00 Stjórnarandstaðan kvartar undan því að forsætisráðherra verði ekki við beiðnum hennar um umræður með þátttöku hans. Forseti Alþingis gat ekki skýrt fjarveru forsætisráðherra á Alþingi í dag en hann mun vera í einkaerindum í útlöndum. Nokkur stór mál bíða afgreisðlu Alþingis, þeirra stærst boðað frumvarp um niðurfærslu skulda heimilanna. Ljóst er að þingmenn verða að halda vel á spilunum ef hægt á að verða að afgreiða öll þessi mál fyrir þinglok, en aðeins 17 þingfundardagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Tuttugu og eitt mál var á dagskrá Alþingis í dag þeirra á meðal lækkun á ýmsum gjöldum eins og eldsneytisgjöldum, áfengis- og tóbaksgjöldum og fleiri gjöldum í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga. Nokkrir þingmenn kvörtuðu undan fjarveru forsætisráðherra og að hann yrði ekki við beiðnum um sérstakar umræður um tiltekin mál.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagðist hafa beðið eftir umræðum með forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishafta frá því í lok janúar. „Þetta gengur ekki. Ég ætla af þessu tilefni núna að breyta beiðni minni. Ég nenni ekki lengur að bíða eftir hæstvirtum forsætisráðherra; að hann komi og tali hérna við mig um afnám gjaldeyrishafta og fer fram á að hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, geri það frekar,“ sagði Guðmundur.Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði þetta eiga við um fleiri þingmenn sem forsætisráðherra svaraði ekki. „Ætlar Alþingi að láta bjóða sér það að hann mæti hér ekki til að svara háttvirtum þingmönnum þegar þeir koma fram með fullkomlega gildar beiðnir og óska eftir að eiga orðastað við leiðtoga ríkisstjórnarinnar um brýn mál? Er það svo að háttvirtir þingmenn verða að gera eins og háttvirtur þingmaður Guðmundur Steingrímsson og beina þá orðum sínum til annarra ráðherra, eins og hæstvirts fjármálaráðherra? Er þetta boðleg framkoma, virðulegur forseti, gagnvart Alþingi,“ spurði Katrín Bjarni Benediktsson sagði hægt að afgreiða mál ef þau fengju á annað borð að komast til umræðu. „Þannig hafa á undanförnum vikum verið haldnar ræður sem losa að ég held á fjórða hundraðið um fundarstjórn forseta. Sem er að skemma öll þingstörf,“ sagði fjármálaráðherra. Forsætisráðherra hefur ekki fjarvistarleyfi frá þinginu og var Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis spurður um hvar hann væri. „Varðandi spurningu háttvirts þingmanns, Svandísar Svavarsdóttur, vill forseti eingöngu segja að hann hefur ekki upplýsingar sem geta svarað spurningu háttvirts þingmanns,“ sagði forseti Alþingis. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu er forsætisráðherra í einkaerindum í útlöndum og er væntanlegur heim á fimmtudag. Ekki er vitað hvort það verði tímalega fyrir óundirbúinn fyrirspurnartíma sem þá er á dagskrá. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Stjórnarandstaðan kvartar undan því að forsætisráðherra verði ekki við beiðnum hennar um umræður með þátttöku hans. Forseti Alþingis gat ekki skýrt fjarveru forsætisráðherra á Alþingi í dag en hann mun vera í einkaerindum í útlöndum. Nokkur stór mál bíða afgreisðlu Alþingis, þeirra stærst boðað frumvarp um niðurfærslu skulda heimilanna. Ljóst er að þingmenn verða að halda vel á spilunum ef hægt á að verða að afgreiða öll þessi mál fyrir þinglok, en aðeins 17 þingfundardagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Tuttugu og eitt mál var á dagskrá Alþingis í dag þeirra á meðal lækkun á ýmsum gjöldum eins og eldsneytisgjöldum, áfengis- og tóbaksgjöldum og fleiri gjöldum í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga. Nokkrir þingmenn kvörtuðu undan fjarveru forsætisráðherra og að hann yrði ekki við beiðnum um sérstakar umræður um tiltekin mál.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagðist hafa beðið eftir umræðum með forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishafta frá því í lok janúar. „Þetta gengur ekki. Ég ætla af þessu tilefni núna að breyta beiðni minni. Ég nenni ekki lengur að bíða eftir hæstvirtum forsætisráðherra; að hann komi og tali hérna við mig um afnám gjaldeyrishafta og fer fram á að hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, geri það frekar,“ sagði Guðmundur.Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði þetta eiga við um fleiri þingmenn sem forsætisráðherra svaraði ekki. „Ætlar Alþingi að láta bjóða sér það að hann mæti hér ekki til að svara háttvirtum þingmönnum þegar þeir koma fram með fullkomlega gildar beiðnir og óska eftir að eiga orðastað við leiðtoga ríkisstjórnarinnar um brýn mál? Er það svo að háttvirtir þingmenn verða að gera eins og háttvirtur þingmaður Guðmundur Steingrímsson og beina þá orðum sínum til annarra ráðherra, eins og hæstvirts fjármálaráðherra? Er þetta boðleg framkoma, virðulegur forseti, gagnvart Alþingi,“ spurði Katrín Bjarni Benediktsson sagði hægt að afgreiða mál ef þau fengju á annað borð að komast til umræðu. „Þannig hafa á undanförnum vikum verið haldnar ræður sem losa að ég held á fjórða hundraðið um fundarstjórn forseta. Sem er að skemma öll þingstörf,“ sagði fjármálaráðherra. Forsætisráðherra hefur ekki fjarvistarleyfi frá þinginu og var Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis spurður um hvar hann væri. „Varðandi spurningu háttvirts þingmanns, Svandísar Svavarsdóttur, vill forseti eingöngu segja að hann hefur ekki upplýsingar sem geta svarað spurningu háttvirts þingmanns,“ sagði forseti Alþingis. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu er forsætisráðherra í einkaerindum í útlöndum og er væntanlegur heim á fimmtudag. Ekki er vitað hvort það verði tímalega fyrir óundirbúinn fyrirspurnartíma sem þá er á dagskrá.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira