Innlent

Vegurinn um Hvalnes- og Þvottárskriður lokaður vegna snjóflóða

Þjóðvegurinn um Hvalnes- og Þvottárskriður á sunnanverðum Austfjörðum er lokaður eftir að snjóflóð féllu á veginn.

Það er hinsvegar verið að opna Siglufjarðarveg, sem af og til hefur lokast síðustu dag vegna snjóflóða.

Vegfarendur þar eru þó beðnir að sýna sérstaka aðgát vegna snjóflóðahættu. Víða er verið að hreinsa vegi og eru helstu leiðir að verða greiðfærar. Þó er ófært um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, sem tengja Norðurland við Austfirði, og á Vopnafjarðarheiði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×