Föst í fátæktargildru í félagslegum leiguíbúðum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2014 07:00 Af þeim 1800 leigjendum félagslegra íbúða var eingöngu 22 sagt upp leigu árið 2013 vegna bættra aðstæðna. vísir/vilhelm Á síðastliðnum sex árum hefur eingöngu 20-25 leigjendum verið sagt upp félagslegri leiguíbúð á vegum Reykjavíkurborgar en fjöldi félagslegra íbúða er um 1.800 talsins. Velferðarsvið Reykjavíkur hefur eftirlit með leigjendum félagslegra íbúða og á að meta annað hvort ár hvort aðstæður þeirra hafi breyst til hins betra og þar með rétturinn til íbúðarinnar. Í kjölfar hrunsins þótti ekki forsendur til að kanna aðstæður þar sem aðaláherslan var að standa vörð um velferðina. Athugun á tekjum var síðast gerð árið 2012 en þar á undan árið 2008. Árið 2012 voru samtals 137 leigjendur sem voru yfir tekjuviðmiði en nær allir aðilar komu með málefnalegar skýringar á tekjubreytingum, svo sem háa eingreiðslu, arf eða tímabundna vinnu. Því voru aðeins 20-25 leigjendum sagt upp leigu á félagslegri íbúð. Félagslegar íbúðir Reykjavíkurborgar eru fyrir þá sem ekki eru færir um að sjá sér og sínum fyrir húsnæði sökum lágra tekna, þungrar framfærslubyrði eða annarra félagslegra aðstæðna. Árið 2013 fengu 113 úthlutað íbúð en 845 voru á biðlista.Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir markmið sveitafélagsins vera að koma fólki úr fátæktinni.Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir það einnig hafa áhrif á endurnýjun að húsnæðismarkaðurinn sé almennt mjög erfiður. „Við erum samt alltaf hrædd um að fólk festist í fátæktargildru þegar það er of lengi á félagslegri framfærslu,“ segir Björk en á árinu 2013 fjölgaði enn í hópi þeirra sem hafa verið lengur en 12 mánuði með fjárhagsaðstoð til framfærslu. „Því lengur sem fólk þiggur fjárhagsaðstoð, því minni líkur eru á að aðstæður þeirra breytist. Því höfum við eflt aðhaldið og fjölgað virkniúrræðum.“ Björk segir markmið sveitafélagsins vera að koma fólki úr fátæktinni. Það sé vegna hagkvæmissjónarmiða en einnig sýni rannsóknir að lífskjör fólks á framfærslu séu afar slæm. „Það má deila um það hvort við séum nógu ströng en reglan er þannig að ef fólk hafnar tilboðum um atvinnu eða endurhæfingu þá eru bæturnar skertar um helming í tvo mánuði,“ segir Björk. Dæmi um góðan árangur vinnumarkaðsúrræðis er Atvinnutorg sem er sérhannað fyrir ungmenni. Ný rannsókn sýnir að 40 prósent notenda torgsins í Reykjavík árið 2012 fékk starf á vinnumarkaði eða hóf nám innan árs. Flestir sem sóttu úrræðið höfðu verið atvinnulausir í minna en ár. Eingöngu 35% notenda höfðu verið atvinnulausir lengur en í ár. Földi þátttakenda fer því minnkandi eftir því sem fleiri mánuðir líða frá því að viðkomandi hættir í vinnu eða námi. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Á síðastliðnum sex árum hefur eingöngu 20-25 leigjendum verið sagt upp félagslegri leiguíbúð á vegum Reykjavíkurborgar en fjöldi félagslegra íbúða er um 1.800 talsins. Velferðarsvið Reykjavíkur hefur eftirlit með leigjendum félagslegra íbúða og á að meta annað hvort ár hvort aðstæður þeirra hafi breyst til hins betra og þar með rétturinn til íbúðarinnar. Í kjölfar hrunsins þótti ekki forsendur til að kanna aðstæður þar sem aðaláherslan var að standa vörð um velferðina. Athugun á tekjum var síðast gerð árið 2012 en þar á undan árið 2008. Árið 2012 voru samtals 137 leigjendur sem voru yfir tekjuviðmiði en nær allir aðilar komu með málefnalegar skýringar á tekjubreytingum, svo sem háa eingreiðslu, arf eða tímabundna vinnu. Því voru aðeins 20-25 leigjendum sagt upp leigu á félagslegri íbúð. Félagslegar íbúðir Reykjavíkurborgar eru fyrir þá sem ekki eru færir um að sjá sér og sínum fyrir húsnæði sökum lágra tekna, þungrar framfærslubyrði eða annarra félagslegra aðstæðna. Árið 2013 fengu 113 úthlutað íbúð en 845 voru á biðlista.Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir markmið sveitafélagsins vera að koma fólki úr fátæktinni.Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir það einnig hafa áhrif á endurnýjun að húsnæðismarkaðurinn sé almennt mjög erfiður. „Við erum samt alltaf hrædd um að fólk festist í fátæktargildru þegar það er of lengi á félagslegri framfærslu,“ segir Björk en á árinu 2013 fjölgaði enn í hópi þeirra sem hafa verið lengur en 12 mánuði með fjárhagsaðstoð til framfærslu. „Því lengur sem fólk þiggur fjárhagsaðstoð, því minni líkur eru á að aðstæður þeirra breytist. Því höfum við eflt aðhaldið og fjölgað virkniúrræðum.“ Björk segir markmið sveitafélagsins vera að koma fólki úr fátæktinni. Það sé vegna hagkvæmissjónarmiða en einnig sýni rannsóknir að lífskjör fólks á framfærslu séu afar slæm. „Það má deila um það hvort við séum nógu ströng en reglan er þannig að ef fólk hafnar tilboðum um atvinnu eða endurhæfingu þá eru bæturnar skertar um helming í tvo mánuði,“ segir Björk. Dæmi um góðan árangur vinnumarkaðsúrræðis er Atvinnutorg sem er sérhannað fyrir ungmenni. Ný rannsókn sýnir að 40 prósent notenda torgsins í Reykjavík árið 2012 fékk starf á vinnumarkaði eða hóf nám innan árs. Flestir sem sóttu úrræðið höfðu verið atvinnulausir í minna en ár. Eingöngu 35% notenda höfðu verið atvinnulausir lengur en í ár. Földi þátttakenda fer því minnkandi eftir því sem fleiri mánuðir líða frá því að viðkomandi hættir í vinnu eða námi.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira