Innlent

Skíðað fram í júní í Oddskarði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Níu helgar bætast við skíðatímabilið í Oddskarði.
Níu helgar bætast við skíðatímabilið í Oddskarði. Fréttablaðið/Stefán
Vegna óvenju mikilla snjóa á skíðasvæðinu í Oddskarði og þess að veðurfar og bilanir í snjótroðara hafa sett strik í reikninginn hjá skíðafólki í vetur er áætlað að lengja tímabilið og hafa svæðið opið um helgar í maí og júní.



Samkvæmt minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjarðabyggðar er áætlað að hafa lyftu eitt og topplyftu opna föstudag til sunnudags í níu helgar. Kostnaður er áætlaður 3,6 milljónir króna en tekjur á móti 1,8 milljónir. Bæjarráð samþykkti að leggja 1,5 milljón í verkefnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×