Fleiri fréttir

Enginn sektaður í Laugardalnum

Lögreglan skrifaði ekki út eina einustu sekt í Laugardalnum á föstudaginn var þegar Ísland og Kýpur mættust í undankeppni heimsmeistaramótins.

Tróðust undir eða drukknuðu

Nú er talið að um hundrað og tíu manns hafi látist í troðningnum eða drukknað í ánni en fjölmargir stukku af brúnni til þess að freista þess að sleppa úr troðningnum.

Bílpróf boðin út eftir áratug hjá Frumherja

Samgöngustofa hyggst í haust bjóða út umsjón bílprófa í fyrsta sinn frá árinu 2001. "Tímabært að skoða stöðuna á markaði,“ segir talsmaður Samgöngustofu. "Bíðum þess með eftirvæntingu,“ segir forstjóri Frumherja, sem hefur séð um prófin í 11 ár.

Hoppandi vitlaus ferðamaður

Lögreglan handtók í nótt tæplega fertugan karlmann sem hafði gert sér það að leik að hoppa ofan á þaki fólksbifreiðar við Ingólfsstræti.

Urriði gengur upp Öxará

Ferðamenn fylgdust í gær með urriðagöngu í Öxará á Þingvöllum. Urriðinn í Þingvallavatni þykir mjög stór og er gaman að horfa á atganginn í honum.

Íslandsfálki öðlaðist frelsið á ný

„Ég auglýsti í bæjarblaðinu um sleppingu á fuglinum og fjöldi fólks fylgdist með, enda ekki á hverjum degi sem maður sér fálka,“ segir Kristján Egilsson fyrrverandi forstöðumaður Náttúrugripasafnsins í Vestmannaeyjum.

Íbúar vilja Björgun úr hverfinu

Stjórn Bryggjuráðs, íbúasamtaka Bryggjuhverfisins við Grafarvog mun í dag afhenda Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista íbúa hverfisins, þar sem borgaryfirvöld og fyrirtækið Björgun eru hvött til að semja sem fyrst um flutning fyrirtækisins úr Bryggjuhverfinu.

Blöndubrú sögð hættuleg

Gangandi og hjólandi stafar hætta af þrengslum á brúnni yfir Blöndu. Úrbóta þörf án tafar. Göngubrú átti að leysa vandann en er ekki í sjónmáli. Vegagerðin skilur að þolinmæði heimamanna sé á þrotum.

Háskólanum gert að rétta hlut nemanda

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að 15 prósenta álag á skrásetningargjald í Háskóla Íslands, sé það greitt eftir eindaga, sé ekki í samræmi við lög um opinbera Háskóla.

Stofninn nálægt meðaltali

Hafrannsóknarstofnun Íslands leggur til að heildaraflamark á loðnu á komandi vertíð verði 160 þúsund tonn.

Svikahrappar nýta sér neyð á leigumarkaði

Svikahrappar misnota bága stöðu leigumarkaðarins hér á landi til að svíkja fé út úr fólki. Slík mál koma nánast daglega inn á borð til fjármunabrotadeildar lögreglunnar.

Áfram deilt um Vatnsenda í Kópavogi

Þorsteinn Hjaltested hefur kært niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík um að ógilda ekki þinglýsingu á afsali fyrir landinu Vatnsendakriki, sem Kópavogur afsalaði sér til Reykjavíkur.

Mótorhjólaslys við Álfabakka

Ökumaður vélhjóls var sendur á sjúkrahús eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbrautinni í dag á móti Álfabakka í Mjóddinni. Í fyrstu leit ekki út fyrir að hann væri alvarlega slasaður en ákveðið var að senda hann í frekari rannsóknir.

Gamla Fagranes veldur deilum í San Francisco

Gamla Fagranes, síðasta ferjan sem gegndi hlutverki Djúpbáts á Ísafjarðardjúpi, er nú tilefni deilna og blaðaskrifa í San Francisco í Kaliforníu eftir að hafnaryfirvöld kröfðust þess að skipið yrði fjarlægt úr höfninni fyrir næstu mánaðamót

Eldhnötturinn sem reyndist vera flugvél - Myndir

Lesandi sem náði myndum af vélinni fljúga yfir hafði samband við fréttastofu og þegar myndinar eru skoðaðar sést að vel gat litið út fyrir að um einhversskonar eldhnött væri að ræða.

Fengu sms vegna björgunarsveitaæfingar

Hátt í 500 manns tóku þátt í langstærstu björgunarsveitaræfingu sem haldin var í gær í Borgarfirði.Til þess að íbúum og þeim sem áttu leið um svæðið yrði ekki brugðið voru send sms á alla á svæðinu og þeim tilkynnt að um æfingu björgunarsveitanna væri að ræða.

Opið hús hjá Geðhjálp

Samtökin Geðhjálp hyggjast selja húsnæði sitt við Túngötu til að jafna af rekstur félagsins. María Lilja Þrastardóttir brá sér á opið hús hjá samtökunum þar sem bjóða mátti í innanstokksmuni og hlýða á ljúfa tóna

1200 manns skrá sig í Læknavísindakirkjuna

Á einum sólarhring hafa ellefu hundruð manns staðfest að þau ætli að skrá sig í nýtt trúfélag sem stofnað verður á næstunni. Trúfélagið heitir Læknavísindakirkjan og munu sóknargjöld renna til tækjakaupa á Landspítalanum.

Ný tækifæri í siglingaleiðum

Ráðstefnan Arctic Circle stendur yfir í Hörpu þar sem sjónum er beint að framtíð og fjárhagslegum möguleikum heimsskautsins.

Íslendingur handtekinn með kókaín í Argentínu

Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu á fimmtudaginn var. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn með fjögur og hálft kíló af kókaíni á sér. Maðurinn sem er um tvítugt var úrskurðaður í varðhald.

Óánægja meðal lækna og læknanema

Mikil óánægja ríkir meðal íslenskra lækna og læknanema. Íslenskir læknar búsettir erlendis geta ekki hugsað sér að snúa aftur heim og læknanemar hafa ekki áhuga á að starfa á Landspítalanum að námi loknu.

Áhyggjuefni ef stjórnvöld vilja ekki öll gögn í dagsljósið

Beiðni Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, um aðgang að öllum vinnugögnum hagræðingahóps ríkisstjórnarinnar var hafnað af forsætisráðuneytinu í gær. Svandís segir það koma til skoðunar að kæra þann úrskurð.

"Frábært að hitta hana“ – Bjargaði lífi stúlkunnar

"Það var alveg frábært að hitta hana, það er ekki oft sem að maður fær tækifæri í svona starfi til að hitta þá sem maður bjargar,“ segir Viðar Magnússon, íslenskur læknir, sem hitti nýverið Tushu Kamaleswaran, sjö ára gamla stúlku, sem hann bjargaði fyrir tveimur árum síðan.

Fleiri fóstureyðingar eftir hrun

Fóstureyðingum hefur fjölgað frá því eftir hrun. Á hverju ári voru framkvæmdar um eða undir 900 fóstureyðingar á ári fyrir hrun. Árið 2012 voru framkvæmdar 980 fóstureyðingar.

Landsæfing björgunarsveitanna í fullum gangi

Hátt í 500 manns taka nú þátt í landsæfingu Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem fram fer í Borgarfirði og nágrenni. Um 340 meðlimir björgunarsveita um allt land leysa um 60 björgunartengd verkefni af ýmsum toga.

Fjölga þarf kúm í fjósum landsins

Fjölga þarf íslenskum mjólkurkúm í landinu til að anna mikilli eftirspurn eftir mjólkurvörum en sala á skyri, smjöri, rjóma og fleiri afurðum hefur verið ævintýraleg.

IKEA eða dauði?

Internetleikurinn "Ikea eða dauði?" hefur vakið mikla athygli frá því að leikurinn kom út á miðvikudaginn.

Malala gagnrýnir Obama

Hin 16 ára gamla Malala Júsafsaí hitti Barack Obama forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í gær.

Sjá næstu 50 fréttir