Innlent

Mótorhjólaslys við Álfabakka

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ökumaður vélhjóls var sendur á sjúkrahús eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbrautinni í dag á móti Álfabakka í Mjóddinni. Í fyrstu leit ekki út fyrir að hann væri alvarlega slasaður en ákveðið var að senda hann í frekari rannsóknir.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er slökkviliðið með deilubíl á svæðinu þar sem slysið varð sem hreinsar upp olíu. Ekki liggur liggur fyrir að svo stöddu hvað gerðist en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er á staðnum og rannsakar málið. Þó liggur fyrir að auk vélhjólsins lenti fólksbifreið jafnframt í slysinu.

Einni akrein á veginnum var lokað til norðurs vegna slyssins og samkvæmt Vegagerðin gæti a það ástand varað í um eina klukkustund. Ekki liggja fyrir upplýinsgar um hvort vegurinn hefur verið opnaður á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×