Innlent

"Frábært að hitta hana“ – Bjargaði lífi stúlkunnar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hér má sjá Viðar og Tushu ræða saman.
Hér má sjá Viðar og Tushu ræða saman. mynd/Skjáskot úr myndbandi
„Það var alveg frábært að hitta hana, það er ekki oft sem að maður fær tækifæri í svona starfi til að hitta þá sem maður bjargar, að hitta þá sem hafa slasast svona illa en ná samt að lifa það af,“ segir Viðar Magnússon, íslenskur læknir, sem hitti nýverið Tushu Kamaleswaran, sjö ára gamla stúlku, sem hann bjargaði fyrir tveimur árum síðan.

Eins og fram kom á Vísi í gær hitti Viðar, Tushu í byrjun september síðastliðinn. ITV sjónvarpsstöðin var að gera þátt um Tushu og björgunina og honum var boðið út til þess að hitta hana.

Stúlkan varð fyrir skoti í árás sem gerð var á verslun í eigu frænda hennar í Suður-London. Hjarta hennar stöðvaðist og var Viðar einn þeirra sem fóru á vettvang. Hann bjargaði lífi hennar með því að framkvæma skurðaðgerð á götunni þar sem hann kom hjarta hennar aftur af stað.

Á þessum tíma, þegar Viðar bjargaði Tushu var hann að vinna sem læknir á þyrlubjörgunarþjónustunni, London´s Air Ambulance. „Í London eru þyrlur á daginn því umferðin er svo þétt að það er auðveldara að komast í útköllin á þyrlu. Á kvöldin fórum við um á bíl því þá var of dimmt til að lenda þyrlunni í svona þéttri umferð eins og þarna er.“

Það var á einni slíkri kvöldvakt sem Viðar var á þegar hann kom að Tushu litlu. „Við vorum á bílnum þegar við fengum þetta útkall.“

Tusha lamaðist við árásina. „Það var æðislegt að sjá hana og að hún er jafn heil og hún er, hún er komin með einhverja tilfinningu í fótinn og getur hreyft hann aðeins.“ segir Viðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×