Innlent

Fengu sms vegna björgunarsveitaæfingar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Frá æfingunni í gærdag.
Frá æfingunni í gærdag. mynd/LAndsbjörg
Hátt í 500 manns tóku þátt í langstærstu björgunarsveitaræfingu sem haldin var í gær  í Borgarfirði.

Til þess að íbúum og þeim sem áttu leið um svæðið yrði ekki brugðið voru send sms á alla á svæðinu og þeim tilkynnt að um æfingu björgunarsveitanna væri að ræða.

„Fólki bregður þegar það sér röð björgunarsveitabíla keyra saman og fer að líða illa og veit ekki hvað hefur gerst. Þá er mjög gott að geta látið fólk vita með þessum hætti, það eru send sms skilaboð í alla þá síma sem eru á ákveðnum sendum á hverjum tíma,“ segir Þór Þorsteinsson, stjórnandi æfingarinnar.

Hann segir að þetta hafi verið gríðarlega stór æfing, sú stærsta sem hafi verið haldin. „Þarna voru 50 hópar sem leystu 200 verkefni í heildina. Til dæmis voru fjallabjörgunarverkefni og rústabjörgunarverkefni.“

Hann segir að þau séu afsakplega þakklát öllum þeim sem hjálpa til við að halda svona æfingar. Margir eru að eyða heilu dögunum í að vera til dæmis týndir uppi á fjalli og láta finna sig aftur og aftur. Þetta er fólk á öllum og aldri og krakkar allt niður í níu ára,“ segir Þór.

Æfingin gekk mjög vel þetta árið en björgunarsveitir halda svona stóra æfingu annað hvert er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×