Innlent

Hoppandi vitlaus ferðamaður

Gunnar Valþórsson skrifar
Ingólfsstræti. Um erlendan ferðamann var að ræða og tókst honum að vinna töluverðar skemmdir á bílnum áður en lögregla skarst í leikinn.
Ingólfsstræti. Um erlendan ferðamann var að ræða og tókst honum að vinna töluverðar skemmdir á bílnum áður en lögregla skarst í leikinn.
Lögreglan handtók í nótt, eða um klukkan þrjú, tæplega fertugan karlmann sem hafði gert sér það að leik að hoppa ofan á þaki fólksbifreiðar sem lagt hafði verið í stæði í Ingólfsstræti.

Um erlendan ferðamann var að ræða og tókst honum að vinna töluverðar skemmdir á bílnum áður en lögregla skarst í leikinn. Maðurinn var nokkuð ölvaður að sögn lögreglu og gistir hann nú fangageymslu.

Þá voru tveir menn teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt. Annar var stöðvaður rétt fyrir miðnættið og hinn skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×