Innlent

Tróðust undir eða drukknuðu

Gunnar Valþórsson skrifar
Menn með lík barns, fórnarlambs troðnings sem myndaðist á brúnni í Datía.
Menn með lík barns, fórnarlambs troðnings sem myndaðist á brúnni í Datía.
Tala látinna eftir að örtröð myndaðist á brú einni á Indlandi um helgina hefur hækkað.

Nú er talið að um hundrað og tíu manns hafi látist í troðningnum eða drukknað í ánni en fjölmargir stukku af brúnni til þess að freista þess að sleppa úr troðningnum.

Brúin er nálægt hofi einu í bænum Datía en þar stendur nú yfir trúarhátíð Hindúa og koma menn langt að til þess að taka þátt. Talið er að örtröðin hafi myndast þegar kvisaðist út að brúin væri að hrynja. Auk þeirra sem létust liggja um hundrað og þrátíu sárir eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×