Innlent

70 slösuðust í aftanákeyrslu

Kristján Hjálmarsson skrifar
Aftanákeyrslur voru 24% allra árekstra á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári og 16% slysa.
Aftanákeyrslur voru 24% allra árekstra á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári og 16% slysa.
Á sjöunda tug vegfaranenda slasaðist á síðasta ári vegna aftanákeyrslna. Aftanákeyrslur voru 24% allra árekstra á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári og 16% slysa. Þó hefur aftaanákeyrslum farið fækkandi. 

„Ef litið er til orsaka má í langflestum tilvikum rekja þær til of stutts bils milli bíla miðað við ökuhraða,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

„Til að fyrirbyggja þá þurfa ökumenn því einfaldlega að gæta að þessum tveimur atriðum, bili milli bíla og ökuhraða. Það gera þeir með því að aka aldrei hraðar eða nær næsta bíl á undan en svo að þeir geti stöðvað örugglega í tæka tíð á þeirri vegalengd sem er hindrunarlaus framundan, sama hvað ökumaður næsta ökutækis á undan gerir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×