Innlent

Óánægja meðal lækna og læknanema

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Mikil óánægja ríkir meðal íslenskra lækna og læknanema. Íslenskir læknar búsettir erlendis geta ekki hugsað sér að snúa aftur heim og læknanemar hafa ekki áhuga á að starfa á Landspítalanum að námi loknu.

142 læknar búsettir erlendis skrifuðu undir yfirlýsingu sem heilbrigðisráðherra var afhent á fimmtudag. Þar kemur fram að það sé afar erfit tilhugsun fyrir sérfræðilækna og nema erlendis að snúa heim í þá óvissu sem nú ríkir á Landspítalanum. Þorbjörn Jónsson, formaður læknafélags Íslands, segir að þetta sé mikið áhyggjuefni. Læknaflótti hafi blasað við frá árinu 2009 en að á síðustu tveimur árum hafi vandamálið stigmagnast.

Ef litið er til könnunar sem gerð var meðal læknanema kemur í ljós að aðeins 7,8% nema sem útskrifast á næstu tveimur árum geta séð Landspítalann fyrir sér sem sinn framtíðarvinnustað. Læknanemar segja svartsýni smita útfrá sér og horfa ekki fram á að vilja starfa á Landspítalanum að námi loknu. Þá segja þau segja íslenska lækna mjög eftirsótta erlendis þar sem kaup og kjör eru mun betri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×