Innlent

Glóandi hnöttur reyndist flugvél á vesturleið

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Farþegaflugvél á leið vestur um haf vakti athygli borgarbúa í dag.
Farþegaflugvél á leið vestur um haf vakti athygli borgarbúa í dag. mynd/afp




Nokkrir höfðu samband við fréttastofu Vísi í kvöld og sögðust hafa séð eitthvað sem væri eins og eldhnöttur að koma af himnum ofan. Þetta sást víðs vegar í Reykjavík, tildæmis í Breiðholti og í Grafarvogi og einnig á Seltjarnarnesi.

Einn sjónarvottur sagði þetta vera eins og í bíómyndunum, þegar heimsendir væri yfirvofandi.

Vísir kannaði málið og náði sambandi við Friðþór Eydal, talsmann Isavia sem gat útskýrt hvað þarna var á feðrinni.

Hann sagði að um væri að ræða farþegaþotu á leið vesturleið yfir landið. Vélin væri í um það bil 30 til 40 þúsund feta hæð. Svo skini kvöldsólin uppundir vélina og afþví að jörðin er kúp og lofthjúpurinn líka, þá virðist eins og vélin sé að fara beint niður, sé svona langt í burtu.

„Ég hef oft verið spurður hvað sé á seyði þegar svona gerist og svarið er þetta og það er frekar einfalt,“ segir Friðþór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×