Innlent

Áhyggjuefni ef stjórnvöld vilja ekki öll gögn í dagsljósið

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Beiðni Svandísar Svavarsdóttur og Vinstri grænna var lögð fram með vísan til upplýsingalaga og í ljósi yfirstandandi umfjöllunar á Alþingi um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Beiðninni var hinsvegar hafnað af forsætisráðuneytinu í gær. „Í bréfinu til forsætisráðuneytisins þá óskuðum við eftir að fá fundargögnin og það hvað nefndin hefði verið að fjalla um á sínum fundum. Þetta er ekki einhver leshringur eða óformlegur starfshópur, þetta er nefnd á vegum ráðherranefndar, nefnd með erindisbréf, þannig að þetta er alvöru starf,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna.

Guðlaugur Þór Þórsson, þingmaður hagræðigarhópsins tók undir með Svandísi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði gegnsægi grundvöll góðs samstarfs innan þingsins. Guðlaugur furðaði sig þó á beiðni Svandísar og Vinstri grænna og sagði öll gögn núþegar á borðum.

Svandís segist augljóst að eitthvað sé þó þarna sem ráðuneytið ætli ekki augum almennings. 

„Það er augljóst af svari Forsætisráðuneytisins, að það er eitthvað þarna sem stjórnvöld telja að eigi ekki erindi inn í dagsljósið og mér finnst það vera áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þess að formaður fjárlaganefndar taldi sjálf að  þetta ætti allt að vera uppi á borðinu. Þannig að við hljótum að þurfa að bíða og sjá til á næstu dögum hvort að þarna sé um enn einn misskilninginn að ræða af hendi stjórnvalda,“ segir Svandís.

Komi í ljós að ekki sé um misskilning að ræða, stendur þá til að kæra þessa ákvörðun?

„Það er bara eitt af því sem við þurfum að skoða, það eru margar hliðar á því máli og við auðvitað, sem þingmenn, höfum ákveðna eftirlitsskildu gagnvart framkvæmdarvaldinu og við skoðum hvernig þeirri skildu er best fyrir komið í þessu efni eins og öðrum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×