Innlent

Má vel vera að hægja þurfi á innleiðingu nýrrar námskrár

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Illugi segir forgangsatriði að skera ekki meira niður í rekstri framhaldsskólanna.
Illugi segir forgangsatriði að skera ekki meira niður í rekstri framhaldsskólanna. Mynd/GVA
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun, að vel mætti vera að þyrfti að hægja á nýjum verkefnum, eins og innleiðingu nýrrar námsskrár sem taka átti að fullu gildi á árinu 2015. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherrann hvort enn væri gert ráð fyrir að námsskráin yrði að fullu tekin í gildi árið 2015 eða hvort gert væri ráð fyrir að einhverjar breytingar yrðu á því.

Illugi svaraði því til að vel gæti verið að það þyrfti að hægja á einhverju sem ríkisstjórnin væri að gera nýtt. Hann sagði varðandi innleiðingu nýrrar námsskrár að þar væri til staðar ákveðinn sveigjanleiki sem hægt væri að vinna með. Ráðherrann sagði það vera barnaskap að halda að hann hefði peninga í alla hluti sem hann vildi svo gjarnan gera, hann hafi þá ekki og þurfi því að forgangsraða. Forgangsverkefni ráðuneytisins væri hins vegar að skera ekki meira niður í rekstri framhaldsskóla almennt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×