Innlent

Íslendingur handtekinn með kókaín í Argentínu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Maður um tvítugt var handtekinn með kókaín í fórum sér á flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu.
Maður um tvítugt var handtekinn með kókaín í fórum sér á flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu. mynd/365
Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Buenos Aires í Argentínu á fimmtudaginn var. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn með fjögur og hálft kíló af kókaíni á sér. Maðurinn sem er um tvítugt var úrskurðaður í varðhald.

Hann var á leið frá Argentínu þegar hann var stoppaður af lögreglu á flugvellinum og handtekinn.

Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins fylgist ráðuneytið með máli mannsins. Borgaraþjónustan vinnur að málinu og samband hefur verið haft við fjölskyldu mannsins hér á landi. Maðurinn hefur fengið lögfræðiaðstoð en óvíst er hversu langan tíma rannsóknin mun taka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×