Innlent

Eldhnötturinn sem reyndist vera flugvél - Myndir

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hér sést flugvélin sem leit út eins og eldhnöttur séð langt í burtu.
Hér sést flugvélin sem leit út eins og eldhnöttur séð langt í burtu. mynd/Sigurjón Ólafsson
Í gærkvöldi höfðu nokkrir samband við fréttastofu Vísis vegna eldhnattar sem þau höfðu séð. Eins og Vísir greindi frá var á þessu góð og gild skýring en um var að ræða flugvél á vesturleið yfir landið. Að sögn Friðþórs Eydal, talsmanns Isavia var vélin í um það bil 30 til 40 þúsund feta hæð. Þegar kvöldsólin skini uppundir vélina og afþví að jörðin er kúpt og lofthjúpurinn líka, þá virtist eins og vélin væri að fara beint niður, séð svona langt í burtu.

Lesandi sem náði myndum af vélinni fljúga yfir hafði samband við fréttastofu og þegar myndinar eru skoðaðar sést að vel gat litið út fyrir að um einhversskonar eldhnött væri að ræða.



mynd/SIgurjón Ólafsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×