Fleiri fréttir

Þetta var lengri leiðin til Eyja

Edda Andrésdóttir hefur flutt landsmönnum fréttir í áratugi með sinni traustvekjandi rödd. Hún á fjölbreyttan starfsferil við hina ýmsu miðla - en byrjaði sem kúasmali í Eyjum. Svo lærði hún að fljúga. Nú hefur hún gefið út sína fjórðu bók.

Óska eftir 30 þúsund lífssýnum

"Við erum nú með allt of lítið af upplýsingum og lífssýnum úr einstaklingum sem eru tiltölulega ungir. Við þurfum því fleiri sýni og stefnum að því að fá 30 þúsund nýja þátttakendur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

„Líknardeild er ekki endastöð“

Arndís Jónsdóttir, sérfræðingur í líknarhjúkrun, segir margar staðhæfingar vera um líknarmeðferðir sem standast ekki. Í dag er Alþjóðadagur líknarþjónustu.

Tíu þúsund hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni

Ríflega tíu þúsund manns hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni á þremur árum. Þá skráðu rúmlega þrjú þúsund manns sig úr kirkjunni á tveimur mánuðum. Prestur segir úrsagnir umhugsunarefni.

Skoða umferð í gömlu höfninni

Með vísan til ábendinga sem voru í skýrslu um gömlu höfnina í Reykjavík og á fundi með hagsmunaaðilum á athafnasvæðinu hefur stjórn Faxaflóahafna skipað þriggja manna starfshóp til að fara yfir umferðarmál á svæðinu.

Bara einn sjúkrabíll á næturvakt

Einn sjúkrabíll verður til taks til sjúkraflutninga að næturlagi á Suðurlandi frá áramótum. Ástandið er óásættanlegt að mati sveitarstjórnar Hrunamannahrepps.

Líður eins og dómskerfinu sé bara sama

Thelma Ásdísardóttir segir það eðlilegt að fórnarlamb heimilisofbeldis sé ekki með á hreinu smáatriði árása. Hún segir sýknudóminn sorglegan. Fórnarlömb heimilisofbeldis upplifa vantrú á dómskerfið og að þau séu léttvæg fundin.

Borgarfulltrúi segir bætur letja til vinnu

Borgarfulltrúi sjálfstæðismanna segir að kostnaður hverrar fjölskyldu í Reykjavík vegna fjárhagsaðstoðar við einstaklinga og fjölskyldur hafi aukist um 250 prósent á fimm árum. Meirihlutinn í borginni segir hækkun hafa verið nauðsynlega.

Vændiskaupandi kærði sextán ára stúlku

Maður á höfuðborgarsvæðinu kærði 16 ára stúlku fyrir fjársvik eftir að hún stakk af með tuttugu þúsund krónur sem hann ætlaði að greiða henni fyrir kynlíf.

Google-bíllinn myndaði lögguna

Í dag byrjaði vefsíðan Google Maps að birta ljósmyndir frá Íslandi og hafa margir deilt skemmtilegum myndum af sínu nánasta umhverfi á Facebook í dag.

Vilja efla samstarf Íslands og Færeyja

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með lögmanni Færeyinga. Rætt var um viðskipti ríkjanna en árið 2012 voru fluttar út vörur frá Íslandi til Færeyja fyrir 6,8 milljarða króna.

Bleika treyjan fór á 650 þúsund

Hæsta boð í bleiku landsliðstreyjuna sem Hannes Þór Halldórsson spilaði í á móti Kýpur í kvöld var 650 þúsund. Uppboðið fór fram á vefsíðunni bleikaslaufan.is og lauk á miðnætti.

Gagnrýnir boðaðar breytingar á rammaáætlun

Ríkisstjórnin stefnir að því að leggja fram tillögur að breyttri rammaáætlun á næsta vorþingi. Formaður vinstri grænna segir að alltof mikill hraði hafi verið settur í málið og telur að markmiðið sé að sé koma fleiri virkjunarkostum í nýtingarflokk.

Landsleikurinn á Instagram

Þeir sem eru á landsleiknum í kvöld eru hvattir til að nota hashtag-ið #visir.is á Instagram. Þar má finna margar skemmtilegar myndir frá leiknum.

Túlkaþjónusta heyrnarlausra: Aðeins tímabundin lausn

Sex milljónir króna sem ríkisstjórnin hefur sett í að tryggja túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi, leysa vandann aðeins til skamms tíma. Menntamálaráðherra segir framundan að skoða hvernig þjónustunni verði best fyrir komið í framtíðinni.

Veðrið „eins og í útlöndum“

Undanfarna daga hefur verið óvenju hlýtt á Austurlandi miðað við hve liðið er á haustið. Sagt er frá því á vef Austurfréttar að ríflega 20 stiga hiti hafi mælst á Kollaeiru í Reyðarfirði upp úr hádegi í morgun.

Hraunavinir kæra til Hæstaréttar

Hraunavinir hafa kært til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði beiðni sóknaraðila um að leitað skyldi ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna framkvæmda í Gálgahrauni.

Lyfjagreiðslukerfið einfaldað

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra undirritaði í dag reglugerð sem gerir breytingar á nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfinu sem tók gildi 4. maí síðastliðinn.

Ekki var um vinnustöðvun að ræða

Landssamband útvegsmanna hefur verið sýknað af Félagsdómi í máli sem Alþýðusamband Íslands sótti og var ASÍ gert að greiða málskostnað LÍÚ sem metinn var 400.000 krónur.

Sóknargjöld nýs trúfélags til heilbrigðismála

„Fólk upplifir ósanngirni í því að kirkjan fái of mikið og um leið sé skorið niður í heilbrigðismálum,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, sem ætlar að stofna trúfélag og láta sóknargjöldin renna til tækjakaupa.

Dæmd fyrir að kasta glerflösku í höfuð konu

Kona á fertugsaldri var í dag dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta glerflösku í höfuð annarrar konu fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ.

Opna tölvuleikjaheim í Smáralind

Tölvuleikjaheimurinn verður einn sinnar tegundar og „himnasending“ fyrirþá sem vilija prófa leiki áður en þeir kaupa þá.

Bjargvætturinn hitti barnið

Íslenski læknirinn Viðar Magnússon hitti nýverið hina sjö ára stúlku, Tushu Kamaleswaran frá Bretlandi, en Viðar bjargaði lífi hennar fyrir tveimur árum.

Hnoðri jafnvel útskrifaður í dag

„Hnoðri var rosahress og sprækur þegar við mættum til vinnu í morgun. Hann borðaði vel í morgun þannig að þetta lítur vel út,“ segir Helga Úlfarsdóttir, dýralæknir hjá Dýralæknastofu Dagfinns

"Starfsemi Landspítalans er hrunin“

Sigurjón Benediktsson þurfti að bíða í yfir tvo mánuði eftir hjáveituaðgerð og var sendur tvisvar heim eftir að fresta þurfti aðgerðinni vegna plássleysis á gjörgæslu.

Rannsaka Kópavogslæk ofan í kjölinn

Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær eftir mikið bókanastríð ítarlega úttekt á lífríki Kópavogslækjar, meðal annars með tilliti til sleppingar á silungaseiðum. Bæjarfulltrúi Næst besta flokksins gagnrýnir forgangsröðun.

Mikil vinna hefur slæm áhrif

Íslensk ungmenni vinna mun meira en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir að námsárangur unglinga sem vinna með skóla sé lakari en hinna.

Læknar verði áfram í björgunarþyrlum

Innanríkisráðherra segir áframhaldandi þjónustu þyrlulækna tryggða í fjárlögum. Uppsagnir áttu að taka gildi um áramótin. Yfirlæknir segir tíðindin ánægjuleg.

Fé til fornleifafræði skorið niður um 70%

Gert er ráð fyrir 32 milljónum króna til Fornminjasjóðs í fjárlagafrumvarpinu. Það er 90 milljónum króna minna en veitt var til fornleifarannsókna árið 2008.

Játaði heimilisofbeldi en var samt sýknaður

Réttargæslumaður konu sem kærði eiginmann sinn fyrir heimilisofbeldi segir sýknudóm einkennilegan. Konan fékk nálgunarbann á eiginmanninn skömmu eftir hina meintu árás. Lögmaðurinn segir konuna sitja uppi með sökina.

Ellatún verður nýtt grafarstæði

Það eru tvö til tvö og hálft ár þangað til kirkjugarðurinn í Hafnarfirði verður fullgrafinn. Viðræður eru hafnar milli Kirkjugarða Hafnarfjarðar og bæjarstjórnar um stækkun garðsins. Kostnaður mun hleypa á hundruðum milljóna króna.

Sjá næstu 50 fréttir