Innlent

Lögregluhundar sakaðir um kynþáttafordóma

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Nánar verður nú fylgst með lögregluhundum í Los Angeles..
Nánar verður nú fylgst með lögregluhundum í Los Angeles.. Mynd/AFP
Lögreglumenn í Los Angeles hafa lengi þurft að glíma við ásakanir um kynþáttafordóma en nú liggja lögregluhundarnir einnig undir grun. Ný skýrsla lögreglunnar í Los Angeles sýnir að gríðarleg aukning hafi orðið í málum þar sem hundar hafa bitið einstaklinga af dökku litarhafti.

Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var hvert einasta fórnarlamb hundanna ýmist blökkumaður eða af spænskum uppruna. Í skýrslunni kemur fram að 30% aukning hafi orðið í hundsbitum á spænskættuðum einstaklingum á ákveðnum svæðum borgarinnar. Á árunum 2004 og 2012, úr 30 í 39 hundsbit, og að einnig hafi orðið 33% aukning í hundsbitum á blökkumönnum.

Í skýrslunni er því mælt með að löggæslan í Los Angeles vinni harðar að því að fylgjast náið með lögregluhundunum og þeim sem um þá sjá. Árið 2004 var hundurinn Dolpho leystur frá störfum lögreglunnar en hann átti það til að bíta eingöngu þeldökk börn.

Nánar er fjallað um málið á vef Independent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×