Svikahrappar nýta sér neyð á leigumarkaði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. október 2013 18:45 Svikahrappar misnota sér bága stöðu leigumarkaðarins hér á landi til að svíkja fé út úr fólki. Slík mál koma nánast daglega inn á borð til fjármunabrotadeildar lögreglunnar. Nokkuð er um að óprúttnir aðilar auglýsi íbúðir til leigu á hinum ýmsu vefsíðum með það í huga að svíkja peninga út úr fólki. Þessir aðilar segjast yfirleitt vera búsettir erlendis og geti því ekki sýnt íbúðirnar, en lofa að lykillinn verði afhentur eftir greiðslu tryggingar. Til eru dæmi um fólk sem hefur greitt þessum aðilum tryggingafé til þess að festa sér íbúð án þess að hafa skoðað hana. Þegar á reynir er íbúðin svo ekki í útleigu eða jafnvel ekki til. Ásta Hafberg situr í stjórn Samtaka leigjenda. Hún segir fólk úti á leigumarkaðnum í mörgum tilfellum örvæntingarfullt. „Það hefur skapast bráðavandi í þjóðfélaginu í sambandi við leiguhúsnæði. Fólk er komið í mikla þörf fyrir húsnæði þegar það endar þarna. Fólk hoppar á auglýsingarnar og borgar tryggingafé án þess að vera komin með samning, lykil eða annað.“ Auglýsingar svikahrappanna eiga það sameiginlegt að þær eru í mörgum tilfellum undarlega fram settar og leigan er mjög hagstæð miðað við það sem gengur og gerist. Margar slíkar auglýsingar eru bersýnilega skrifaðar með hjálp þýðingarvélarinnar Google translate, en Ásta segir það ekki alltaf vera raunina. Auglýsingar af þessu tagi eru oft mjög trúverðugar og í raun sé ekkert tilefni til að draga í efa að þær séu raunverulegar. Hafliði Þórðarson, lögreglufulltrúi hjá fjármunabrotadeild, sagði í samtali við fréttastofu að slík mál komi inn á borð til lögreglu nánast daglega og að dæmi séu um að fólk hafi tapað töluverðum fjármunum. Hafliði segir vonlaust að hafa uppi á svikahröppunum eftir að þeir hafa fengið greitt og hvetur fólk til að greiða aldrei fram peninga áður en það er komið með lyklana í hendurnar. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Svikahrappar misnota sér bága stöðu leigumarkaðarins hér á landi til að svíkja fé út úr fólki. Slík mál koma nánast daglega inn á borð til fjármunabrotadeildar lögreglunnar. Nokkuð er um að óprúttnir aðilar auglýsi íbúðir til leigu á hinum ýmsu vefsíðum með það í huga að svíkja peninga út úr fólki. Þessir aðilar segjast yfirleitt vera búsettir erlendis og geti því ekki sýnt íbúðirnar, en lofa að lykillinn verði afhentur eftir greiðslu tryggingar. Til eru dæmi um fólk sem hefur greitt þessum aðilum tryggingafé til þess að festa sér íbúð án þess að hafa skoðað hana. Þegar á reynir er íbúðin svo ekki í útleigu eða jafnvel ekki til. Ásta Hafberg situr í stjórn Samtaka leigjenda. Hún segir fólk úti á leigumarkaðnum í mörgum tilfellum örvæntingarfullt. „Það hefur skapast bráðavandi í þjóðfélaginu í sambandi við leiguhúsnæði. Fólk er komið í mikla þörf fyrir húsnæði þegar það endar þarna. Fólk hoppar á auglýsingarnar og borgar tryggingafé án þess að vera komin með samning, lykil eða annað.“ Auglýsingar svikahrappanna eiga það sameiginlegt að þær eru í mörgum tilfellum undarlega fram settar og leigan er mjög hagstæð miðað við það sem gengur og gerist. Margar slíkar auglýsingar eru bersýnilega skrifaðar með hjálp þýðingarvélarinnar Google translate, en Ásta segir það ekki alltaf vera raunina. Auglýsingar af þessu tagi eru oft mjög trúverðugar og í raun sé ekkert tilefni til að draga í efa að þær séu raunverulegar. Hafliði Þórðarson, lögreglufulltrúi hjá fjármunabrotadeild, sagði í samtali við fréttastofu að slík mál komi inn á borð til lögreglu nánast daglega og að dæmi séu um að fólk hafi tapað töluverðum fjármunum. Hafliði segir vonlaust að hafa uppi á svikahröppunum eftir að þeir hafa fengið greitt og hvetur fólk til að greiða aldrei fram peninga áður en það er komið með lyklana í hendurnar.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira