Svikahrappar nýta sér neyð á leigumarkaði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. október 2013 18:45 Svikahrappar misnota sér bága stöðu leigumarkaðarins hér á landi til að svíkja fé út úr fólki. Slík mál koma nánast daglega inn á borð til fjármunabrotadeildar lögreglunnar. Nokkuð er um að óprúttnir aðilar auglýsi íbúðir til leigu á hinum ýmsu vefsíðum með það í huga að svíkja peninga út úr fólki. Þessir aðilar segjast yfirleitt vera búsettir erlendis og geti því ekki sýnt íbúðirnar, en lofa að lykillinn verði afhentur eftir greiðslu tryggingar. Til eru dæmi um fólk sem hefur greitt þessum aðilum tryggingafé til þess að festa sér íbúð án þess að hafa skoðað hana. Þegar á reynir er íbúðin svo ekki í útleigu eða jafnvel ekki til. Ásta Hafberg situr í stjórn Samtaka leigjenda. Hún segir fólk úti á leigumarkaðnum í mörgum tilfellum örvæntingarfullt. „Það hefur skapast bráðavandi í þjóðfélaginu í sambandi við leiguhúsnæði. Fólk er komið í mikla þörf fyrir húsnæði þegar það endar þarna. Fólk hoppar á auglýsingarnar og borgar tryggingafé án þess að vera komin með samning, lykil eða annað.“ Auglýsingar svikahrappanna eiga það sameiginlegt að þær eru í mörgum tilfellum undarlega fram settar og leigan er mjög hagstæð miðað við það sem gengur og gerist. Margar slíkar auglýsingar eru bersýnilega skrifaðar með hjálp þýðingarvélarinnar Google translate, en Ásta segir það ekki alltaf vera raunina. Auglýsingar af þessu tagi eru oft mjög trúverðugar og í raun sé ekkert tilefni til að draga í efa að þær séu raunverulegar. Hafliði Þórðarson, lögreglufulltrúi hjá fjármunabrotadeild, sagði í samtali við fréttastofu að slík mál komi inn á borð til lögreglu nánast daglega og að dæmi séu um að fólk hafi tapað töluverðum fjármunum. Hafliði segir vonlaust að hafa uppi á svikahröppunum eftir að þeir hafa fengið greitt og hvetur fólk til að greiða aldrei fram peninga áður en það er komið með lyklana í hendurnar. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Svikahrappar misnota sér bága stöðu leigumarkaðarins hér á landi til að svíkja fé út úr fólki. Slík mál koma nánast daglega inn á borð til fjármunabrotadeildar lögreglunnar. Nokkuð er um að óprúttnir aðilar auglýsi íbúðir til leigu á hinum ýmsu vefsíðum með það í huga að svíkja peninga út úr fólki. Þessir aðilar segjast yfirleitt vera búsettir erlendis og geti því ekki sýnt íbúðirnar, en lofa að lykillinn verði afhentur eftir greiðslu tryggingar. Til eru dæmi um fólk sem hefur greitt þessum aðilum tryggingafé til þess að festa sér íbúð án þess að hafa skoðað hana. Þegar á reynir er íbúðin svo ekki í útleigu eða jafnvel ekki til. Ásta Hafberg situr í stjórn Samtaka leigjenda. Hún segir fólk úti á leigumarkaðnum í mörgum tilfellum örvæntingarfullt. „Það hefur skapast bráðavandi í þjóðfélaginu í sambandi við leiguhúsnæði. Fólk er komið í mikla þörf fyrir húsnæði þegar það endar þarna. Fólk hoppar á auglýsingarnar og borgar tryggingafé án þess að vera komin með samning, lykil eða annað.“ Auglýsingar svikahrappanna eiga það sameiginlegt að þær eru í mörgum tilfellum undarlega fram settar og leigan er mjög hagstæð miðað við það sem gengur og gerist. Margar slíkar auglýsingar eru bersýnilega skrifaðar með hjálp þýðingarvélarinnar Google translate, en Ásta segir það ekki alltaf vera raunina. Auglýsingar af þessu tagi eru oft mjög trúverðugar og í raun sé ekkert tilefni til að draga í efa að þær séu raunverulegar. Hafliði Þórðarson, lögreglufulltrúi hjá fjármunabrotadeild, sagði í samtali við fréttastofu að slík mál komi inn á borð til lögreglu nánast daglega og að dæmi séu um að fólk hafi tapað töluverðum fjármunum. Hafliði segir vonlaust að hafa uppi á svikahröppunum eftir að þeir hafa fengið greitt og hvetur fólk til að greiða aldrei fram peninga áður en það er komið með lyklana í hendurnar.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira