Innlent

Þrír handteknir rétt fyrir hádegið vegna fíkniefnaaksturs

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögreglan handtók þrjá einstaklinga í Lönguhlíð nú rétt fyrir hádegið.
Lögreglan handtók þrjá einstaklinga í Lönguhlíð nú rétt fyrir hádegið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók nú rétt fyrir hádegið ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir voru í bílnum og voru þeir líka handteknir. Lögreglan stoppaði bifreiðina í Lönguhlíð í Reykjavík.

Alls hafa því átta verði teknir úr umferð frá því um miðnætti í gær en eins og Vísir sagði frá í morgun voru sjö teknir úr umferð í nótt. Fjórir voru undir áhrifum áfengis, tveir undir áhrifum fíkniefna, og einn hafði bæði neytt áfengis og fíkniefna þegar hann settist undir stýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×