Fleiri fréttir

Litríkar breytingar á Hofsvallagötu

Hafin er vinna við breytingar á hluta Hofsvallagötu neðan Hringbrautar til að bæta ásýnd götunnar og umferð fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur.

Erlendir glæpahópar skipulagðari en innlendir

Flest bendir til að erlendir glæpahópar á Íslandi séu skipulagðari en innlendir, að því er segir í nýrri skýrslu sem greiningardeild ríkislögreglustjóra vann um skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum.

Fannst meðvitundarlaus í lest í skipi

Slökkvilið Reykjavíkur og sjúkralið var kallað til klukkan tvö í dag vegna manns sem fannst meðvitundarlaus í lest í skipi sem er í Slippnum við Mýrargötu.

Sól á Suðurlandi um helgina

Nú fer að styttast í stærstu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina sjálfa. Og það er fátt sem við Íslendingar spáum meira í þegar við ferðumst út á land en veðrið.

Útlendingar gefa skít í Selfoss

Segja má að útlendingar gefi skít í Selfoss, í orðsins fyllstu merkingu, en bílstjóri rútu sem fór þar um með erlenda ferðamenn, gerði sér lítið fyrir og tæmdi kamarinn í vegkant skammt frá gámasvæði Selfyssinga.

Fréttamenn vísa ásökunum Elínar á bug

Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna, segir ásakanir Elínar Hirst alþingismanns úr lausu lofti gripnar; starfsmenn fréttastofu Ríkisútvarpsins gæti hlutleysis sem og flestir blaða- og fréttamenn.

Hvert ætlar þú um verslunarmannahelgina?

Nú styttist í stærstu ferðahelgi ársins, sjálfa verslunarmannahelgina. Fjölbreytt dagskrá verður um land allt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Banaslysið á Langjökli - Fór í loftköstum á sleðanum

Tævanski ferðamaðurinn, sem lést af slysförum á Langjökli í gær, ók vélsleða sínum á mikilli ferð og í loftköstum þar til hann valt. Það er talið hafa orðið konu hans til lífs að hún féll af sleðanum áður en hann valt.

Barnaverndarvaktir á Þjóðhátíð

Vestmannaeyjabær verður með barnaverndarfólk á bakvöktum meðan Þjóðhátíð stendur yfir. Eins og áður verða bakvaktirnar starfræktar frá fimmtudagskvöldi til mánudagskvölds.

Geislafræðingar vilja geta lifað af daglaunum sínum

Uppsagnir meginþorra geislafræðinga við Landspítalann taka gildi eftir tvo daga ef ekki næst saman um bætt kjör. Formaður Félags íslenskra geislafræðinga segir stéttina hafa setið eftir í kjörum og vill að hægt verði að lifa af dagvinnulaunum.

Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað

LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann.

Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku

Ríkissaksóknari spyr þá sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um afstöðu þeirra til endurupptöku málsins. Bara einn hefur svarað en ekki afdráttarlaust. "Breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera,“ segir Ríkissaksóknari.

Kvartað undan ógleði eftir hótelgistinguna

Lím- og málningarlykt tók á móti ferðamönnum í nýrri álmu hótels í Borgarfirði. Til háborinnar skammar segir leiðsögumaður hópsins. Hótelstjóri segir frásögnina talsvert orðum aukna en viðurkennir að einhver lykt hafi verið í herbergjunum.

Stuðningur og sterk viðbrögð vegna helgarviðtals

Sveinn Rúnar Einarsson sagði frá frá hópnauðgun í helgarblaði Fréttablaðsins. Viðbrögðin hafa verið afar sterk vegna viðtalsins og margir sett sig í samband við Svein. Yfirmaður áfallateymis Þjóðhátíðar í eyjum þar á meðal.

Banaslys á Langjökli

Rúmlega sextugur ferðamaður frá Taiwan lést þegar hann missti stjórn á vélsleða.

Leynigjá í Mývatnssveit

Ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins myndaði leynigjá í Mývatnssveit sem einungis örfáir þekkja. Frekari staðsetning fæst ekki uppgefin.

Hagyrðingar í hár saman

Hagyrðingarnir Kristján Hreinsson og Gísli Ásgeirsson hafa deilt undanfarna daga um limrugerð Sifjar Sigmarsdóttur. Þær deilur hafa stigmagnast og sauð uppúr í dag þegar Kristján henti Gísla út af vinalista sínum á Facebook.

Fréttir af Mærudögum of einhliða

Framkvæmdastjóri Mærudaga á Húsavík telur að fréttaflutningur af dögunum hafi verið of einhliða út frá sjónarhóli lögreglunnar. Vissulega hafi lítill hópur ungmenna verið með drykkjulæti en hátíðin hafi meira og minna farið vel fram.

Stóra-Seli úthlutað að íbúum forspurðum

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óttast að erlendir sjálfboðaliðar muni ekki standa nógu vel að viðhaldi á íbúðarhúsinu Stóra-Seli sem var byggt árið 1866.

Þyrla send eftir sjómanni

Sjómaður um borð í litlu togskipi, veiktist alvarlega þegar skipið var statt suðvestur af Reykjanesi í nótt.

Stóískur rostungur fyrir austan

Rostungur heimsótti Skálanes í Seyðisfirði í vikunni og tók lífinu með ró að sögn heimamanna. "Hann var ósköp gæfur og hafði engar áhyggjur þótt við værum þarna á vappi um tíu metra frá honum,“ segir Ólafur Örn Pétursson, staðarhaldari á Skálanesi, sem er yst á suðurtanga fjarðarins.

Hafnfirðingar krefjast svara

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði krefja ríkið svara varðandi framtíð byggingarinnar sem áður var St. Jósefsspítali. Hafa þau lýst yfir áhuga á að nýta húsið.

Berin þroskuð um miðjan ágúst

Horfur á berjasprettu eru góðar, að mati Emilíu Rafnsdóttur, leikskólakennara og berjavinar, sem kannað hefur stöðuna í Borgarfirði og Eyjafirði.

Rútuslys á Ítalíu

Að minnsta kosti 30 létust þegar rúta hrapaði þrjátíu metra fram af klettabrún í Avellino-héraðinu á suðurhluta Ítalíu í kvöld.

Afdrifaríkt flipp söngpars á Grenivík

Hjón sem ákváðu í flippi að syngja og leika fyrir væntanlega brúðguma á biðilsbuxunum eru á leið til Mallorca á næsta ári til að spila í brúðkaupinu. Svona getur flipp á Grenivík opnað tækifæri í Suður-Evrópu segir söngkona dúettsins Óreiða.

Hart í fuglaári syðra

Heldur er hart í ári hjá sjófuglum sunnan- og vestanlands en ekki virðist væsa um þá norðanlands og austan. Sandsílastofninn hefur ekki náð sér á strik.

Verða að virða útivistartíma íslenskra kúa

Allar mjólkurkýr landsins eiga rétt á að vera á því að vera úti á beit að minnsta kosti tvo mánuði yfir sumartímann. Nokkur misbrestur hefur verið á þessu undanfarið.

Fyrstu nautgripirnir til Eyja í fjörutíu ár

Fyrstu nautgripirnir í fjörutíu ár, voru fluttir til Vestmannaeyja í dag. Ekki hafa verið nautgripir í Vestmannaeyjum síðan 23. janúar 1973, þegar nautgripum í Vestmannaeyjum var slátrað vegna eldsumbrotanna á Heimaey.

Óvanalegt ástand á Kili

Mikið eldingaveður hefur verið á Kili í dag og einnig í gær. Björgunarsveitamaður aldrei orðið vitni af slíku veðri á Íslandi.

Nafn mannsins sem féll útbyrðis

Sjómaðurinn sem féll útbyrðis af skipinu Skinney SF 020 í vikunni hét Gunnar Hersir Benediktsson. Hann var búsettur á Höfn í Hornafirði og var 22 ára, fæddur þann 1. september árið 1990. Leitað var að Gunnari Hersi eftir að hann féll útbyrðis en leitinni var svo formlega hætt. Hann er talinn af.

Ungfrú Ísland vekur athygli erlendis

Bandaríska blaðið The Wall Street Journal fjallar á vefsíðu sinni um Ungfrú Ísland keppnina sem haldin verður hér á landi í haust. Í myndskeiði á vefsíðu blaðsins fjalla nokkrir Íslendingar um keppnina, sem hefur vakið hörð viðbrögð.

Sjá næstu 50 fréttir