Innlent

Eldur í 200 tonna báti á Akranesi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Slökkvilið á Akranesi vinnur nú að því að slökkva eld sem kom upp í bát í skipasmíðastöð í bænum. Eldurinn logar í bátnum Magnúsi SH, sem er 200 tonna bátur sem var verið að lagfæra inni í stöðinni.

Eldurinn er mun umfangsmeiri en talið var í fyrstu og kallaði Slökkviliðið á Akranesi til aðstoðar Slökkviliðsins í Reykjavík og Borgarnesi. Liðsaukinn kom til Akraness með þyrlu Landhelgisgæslunnar rétt í þessu.

Ljóst er að eldurinn kviknaði út frá logsuðu sem menn notuðu í viðgerðinni.

Skipasmíðastöðin er þrjátíu manna vinnustaður, en allir starfsmenn náðu allir að forða sér út í tæka tíð. Sjónarvottur sagði í samtali við Vísi að töluverðan reyk hafi lagt um svæðið.

Að sögn lögreglu er ekki hætta á ferðum. Eldurinn getur ekki borist í aðrar byggingar eða báta. Þó er talið að eignatjón sé töluvert og báturinn gerónýtur.

Slippurinn á Akranesi fyrir skömmu.MYND/MAGNÚS GUÐMUNDSSON
Mynd tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×