Stefán Logi vill tvær og hálfa milljón í skaðabætur Hjörtur Hjartarson skrifar 28. júlí 2013 19:10 Stefán Logi Sívarsson fer fram á tvær og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa að ósekju verið dæmdur fyrir nauðgun í upphafi árs. Dómnum var síðar snúið við í hæstarétti. Lögmaður Stefáns segir að slæmt álit almennings á umbjóðanda sínum sé að hluta vegna slælegra vinnubragða lögreglu og héraðsdóms sem leiddu til þess að hann var sakfelldur á sínum tíma. Stefán Logi var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar fyrir að hafa nauðgað 19 ára stúlku, síðla árs 2011. Hæstiréttur sýknaði hinsvegar Stefán í júní. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður hefur nú sent ríkislögmanni kröfubréf þar sem farið er fram á skaðabætur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson „Það auðvitað kemur fram í dómi Hæstaréttar að lögreglan hafi gert mörg og ítrekuð mistök í þessu máli og hið sama má í raun segja um héraðsdóm og ákæruvald. Þannig að ég tel að ríkisvaldið beri skaðabótaábyrgð á því að hann var sakfelldur í héraðsdómi og þurfti að sitja undir því að vera dæmdur nauðgari af dómstóli götunnar og sorptímaritum,“ segir Vilhjálmur Hvað farið þið fram á háar skaðabætur? „Mig minnir að krafan sé tvær og hálf milljón auk lögmannskostnaðar.“ Stefán Logi á að baki langan afbrotaferil og situr í nú gæsluvarðhaldi grunaður um mannrán og að hafa beitt fórnarlambið hrottalegu ofbeldi í rúman sólarhring. Vilhjálmur segir að hvorki fortíð skjólstæðings síns né þeir hlutir sem hann er sakaður um nú, skipti máli í skaðabótakröfunni. „Það skiptir engu máli, það er bara þetta sakarefni undir í því tilviki og staðan er auðvitað sú að það hlutlægt ábyrgðarákvæði í sakamálalögum sem kveður á um að greiða skuli mönnum bætur ef menn eru sýknaðir með fullnaðardómi nema í einhverjum algjörum undantekningartilfellum. Ég treysti dómstólum algjörlega fyrir því að dæma Stefáni bætur í þessu tilviki.“ Vilhjálmur viðurkennir að vel megi vera að álit almennings sé að Stefán Logi sé ótíndur glæpamaður sem ekki ætti að dæma bætur. „Ég tel nú að það almenningsálit hafi að hluta til myndast útaf hinum ranga héraðsdómi og umfjöllun fjölmiðla í kjölfarið. Þannig að ég tel einmitt að það eigi að valda því að hann fái hærri bætur en ella,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson fer fram á tvær og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa að ósekju verið dæmdur fyrir nauðgun í upphafi árs. Dómnum var síðar snúið við í hæstarétti. Lögmaður Stefáns segir að slæmt álit almennings á umbjóðanda sínum sé að hluta vegna slælegra vinnubragða lögreglu og héraðsdóms sem leiddu til þess að hann var sakfelldur á sínum tíma. Stefán Logi var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar fyrir að hafa nauðgað 19 ára stúlku, síðla árs 2011. Hæstiréttur sýknaði hinsvegar Stefán í júní. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður hefur nú sent ríkislögmanni kröfubréf þar sem farið er fram á skaðabætur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson „Það auðvitað kemur fram í dómi Hæstaréttar að lögreglan hafi gert mörg og ítrekuð mistök í þessu máli og hið sama má í raun segja um héraðsdóm og ákæruvald. Þannig að ég tel að ríkisvaldið beri skaðabótaábyrgð á því að hann var sakfelldur í héraðsdómi og þurfti að sitja undir því að vera dæmdur nauðgari af dómstóli götunnar og sorptímaritum,“ segir Vilhjálmur Hvað farið þið fram á háar skaðabætur? „Mig minnir að krafan sé tvær og hálf milljón auk lögmannskostnaðar.“ Stefán Logi á að baki langan afbrotaferil og situr í nú gæsluvarðhaldi grunaður um mannrán og að hafa beitt fórnarlambið hrottalegu ofbeldi í rúman sólarhring. Vilhjálmur segir að hvorki fortíð skjólstæðings síns né þeir hlutir sem hann er sakaður um nú, skipti máli í skaðabótakröfunni. „Það skiptir engu máli, það er bara þetta sakarefni undir í því tilviki og staðan er auðvitað sú að það hlutlægt ábyrgðarákvæði í sakamálalögum sem kveður á um að greiða skuli mönnum bætur ef menn eru sýknaðir með fullnaðardómi nema í einhverjum algjörum undantekningartilfellum. Ég treysti dómstólum algjörlega fyrir því að dæma Stefáni bætur í þessu tilviki.“ Vilhjálmur viðurkennir að vel megi vera að álit almennings sé að Stefán Logi sé ótíndur glæpamaður sem ekki ætti að dæma bætur. „Ég tel nú að það almenningsálit hafi að hluta til myndast útaf hinum ranga héraðsdómi og umfjöllun fjölmiðla í kjölfarið. Þannig að ég tel einmitt að það eigi að valda því að hann fái hærri bætur en ella,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira