Verða að virða útivistartíma íslenskra kúa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júlí 2013 21:35 Allar mjólkurkýr landsins eiga rétt á að vera á því að vera úti á beit að minnsta kosti tvo mánuði yfir sumartímann. Langflestir kúabændur virða þennan rétt og eru með kýrnar mun lengur úti yfir sumartímann. Sumir virða ekki rétt gripanna og setja kýrnar jafnvel ekkert út yfir sumartímann. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun voru níu kúabændur kærðir og nokkrir þeirra hlutu dóm árið 2011 fyrir að láta kýrnar ekki út. Nokkur misbrestur var á þessu síðasta sumar og aftur nú í sumar. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, þekkir vel til málsins. „Það nægir ekki að hleypa þeim bara út úr fjósi, heldur þurfa þær að ganga á beit. Þetta eru grasbítar og þær eru lengi inni yfir veturinn,“ útskýrir Ólafur. „Það er ekki of lengi þó þær séu úti að minnsta kosti í tvo mánuði. En nú er það orðið alveg skýrt í lögum frá því í vor að nýju dýraverndunarlögin voru samþykkt, að nú er það skylda að mjólkurkýr gangi út til sumarbeitar,“ segir Ólafur. Ólafur segist vona að það verði aldrei til svo stór kúabú á íslandi eða verksmiðjubú þar sem kúm er aldrei hleypt út úr fjósi, það sé veruleiki sem við viljum ekki horfast við. „Það er ekki björt framtíð að byggja upp kúabú með þúsundum kúa. Ef þeir geta beitt kúnum út á sumrin, vil ég meina að frá sjónarhóli dýraverndunar, ætti það að vera í lagi,“ segir Ólafur að lokum. „Það er vitað mál að það er hægt að ná mjög góðri nyt, og heilsufarið á líka að geta verið mjög gott ef þær ganga úti, en frá sjónarhóli dýraverndunar og neytendur líta til þess er það jákvætt fyrir ímynd mjólkuruframleiðslu að kýrnar fái að njóta sumarbeitar,“ segir Ólafur að lokum. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Allar mjólkurkýr landsins eiga rétt á að vera á því að vera úti á beit að minnsta kosti tvo mánuði yfir sumartímann. Langflestir kúabændur virða þennan rétt og eru með kýrnar mun lengur úti yfir sumartímann. Sumir virða ekki rétt gripanna og setja kýrnar jafnvel ekkert út yfir sumartímann. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun voru níu kúabændur kærðir og nokkrir þeirra hlutu dóm árið 2011 fyrir að láta kýrnar ekki út. Nokkur misbrestur var á þessu síðasta sumar og aftur nú í sumar. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, þekkir vel til málsins. „Það nægir ekki að hleypa þeim bara út úr fjósi, heldur þurfa þær að ganga á beit. Þetta eru grasbítar og þær eru lengi inni yfir veturinn,“ útskýrir Ólafur. „Það er ekki of lengi þó þær séu úti að minnsta kosti í tvo mánuði. En nú er það orðið alveg skýrt í lögum frá því í vor að nýju dýraverndunarlögin voru samþykkt, að nú er það skylda að mjólkurkýr gangi út til sumarbeitar,“ segir Ólafur. Ólafur segist vona að það verði aldrei til svo stór kúabú á íslandi eða verksmiðjubú þar sem kúm er aldrei hleypt út úr fjósi, það sé veruleiki sem við viljum ekki horfast við. „Það er ekki björt framtíð að byggja upp kúabú með þúsundum kúa. Ef þeir geta beitt kúnum út á sumrin, vil ég meina að frá sjónarhóli dýraverndunar, ætti það að vera í lagi,“ segir Ólafur að lokum. „Það er vitað mál að það er hægt að ná mjög góðri nyt, og heilsufarið á líka að geta verið mjög gott ef þær ganga úti, en frá sjónarhóli dýraverndunar og neytendur líta til þess er það jákvætt fyrir ímynd mjólkuruframleiðslu að kýrnar fái að njóta sumarbeitar,“ segir Ólafur að lokum.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira