Útlendingar gefa skít í Selfoss Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2013 13:48 Bílstjóri farþegarútu gerði sér lítið fyrir og tæmdi úr kamri rútunnar innan bæjarmarka Selfyssinga - sem kunna honum litlar þakkir. Ragnar Sigurjónsson má sjá til vinstri. Segja má að útlendingar gefi skít í Selfoss, í orðsins fyllstu merkingu, en bílstjóri rútu sem fór þar um með erlenda ferðamenn, gerði sér lítið fyrir og tæmdi kamarinn í vegkant skammt frá gámasvæði Selfyssinga. Rétt áður en gámasvæðinu á Selfossi var lokað í gær klukkan sex fékk Ragnar Sigurjónsson, umsjónarmaður svæðisins, fréttir af því að stór rúta hefði komið að hlið svæðisins og þar hefði rútubílstjórinn sýnt ótrúlegan dónaskap með framferði sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður náði tali af Ragnari, en honum var verulega brugðið. „Ég var ekkert að spá neitt sérstaklega í það af því hún hafði snúið við, bakkaði þarna eitthvað niður eftir og ég hélt í fyrstu að þetta væri einhver æfingarakstur eða eitthvað svoleiðis. En, svo skömmu síðar kemur maður þarna niður eftir, sem var að henda þarna rusli og segir við mig: Veistu hvað rútan var að gera þarna niður frá? - Ég sagði, nei, ég hef ekki hugmynd um það. - Hann var bara að sturta úr klósettinu þarna við veginn hjá þér. - Ha? Var hann að gera það? - Jájá, hann bara var bara að sturta. Af því þegar maður er einn á svæðinu getur maður ekkert farið í burtu, það er það mikil traffík. En, þegar ég lokaði kíkti ég yfir þetta. Og það var nú sóðlegt um að lítast,“ segir Ragnar. Rútan var erlend og fór svo beint á Hótel Selfoss þar sem farþegarnir og rútubílstjórinn dvöldu í nótt. Magnús hefur eftir Ragnari að hann skilji ekki framferði bílstjórans: „Mér finnst einhvern veginn eins og það sé verið að gefa skít í okkur. Mér finnst þetta frekar slappt og dónalegt. Þetta á ekki að þekkjast nú til dags, svona vinnubrögð. Frekar dapurlegt að þetta skuli gerast í dag og fyrir framan alla. Ég skil þetta bara ekki almennilega.“ Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Segja má að útlendingar gefi skít í Selfoss, í orðsins fyllstu merkingu, en bílstjóri rútu sem fór þar um með erlenda ferðamenn, gerði sér lítið fyrir og tæmdi kamarinn í vegkant skammt frá gámasvæði Selfyssinga. Rétt áður en gámasvæðinu á Selfossi var lokað í gær klukkan sex fékk Ragnar Sigurjónsson, umsjónarmaður svæðisins, fréttir af því að stór rúta hefði komið að hlið svæðisins og þar hefði rútubílstjórinn sýnt ótrúlegan dónaskap með framferði sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður náði tali af Ragnari, en honum var verulega brugðið. „Ég var ekkert að spá neitt sérstaklega í það af því hún hafði snúið við, bakkaði þarna eitthvað niður eftir og ég hélt í fyrstu að þetta væri einhver æfingarakstur eða eitthvað svoleiðis. En, svo skömmu síðar kemur maður þarna niður eftir, sem var að henda þarna rusli og segir við mig: Veistu hvað rútan var að gera þarna niður frá? - Ég sagði, nei, ég hef ekki hugmynd um það. - Hann var bara að sturta úr klósettinu þarna við veginn hjá þér. - Ha? Var hann að gera það? - Jájá, hann bara var bara að sturta. Af því þegar maður er einn á svæðinu getur maður ekkert farið í burtu, það er það mikil traffík. En, þegar ég lokaði kíkti ég yfir þetta. Og það var nú sóðlegt um að lítast,“ segir Ragnar. Rútan var erlend og fór svo beint á Hótel Selfoss þar sem farþegarnir og rútubílstjórinn dvöldu í nótt. Magnús hefur eftir Ragnari að hann skilji ekki framferði bílstjórans: „Mér finnst einhvern veginn eins og það sé verið að gefa skít í okkur. Mér finnst þetta frekar slappt og dónalegt. Þetta á ekki að þekkjast nú til dags, svona vinnubrögð. Frekar dapurlegt að þetta skuli gerast í dag og fyrir framan alla. Ég skil þetta bara ekki almennilega.“
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira